Pfffhh..........
Það er búin að vera svaka Dagskrá!
Byrjaði páskafríið á Kofanum með Andra ektavin, þar hitti ég fyrir Örvar sem lýsti fyrir mér hvernig hann hygðist ná yfirráðum yfir flutflota landsins og öðru góðlátlegu. Andri smurði í gegn að fá Coctailinn í feit glös með öllum hugsanlegum skreytingum... Ég er sáttur maður. Hjalti náði mér fyrr um daginn og skaut mér í erindi fyrir sig - hringdi svo seinna um kveldið til að fá sér en ekki nóg með það heldur reyndist hann góður gestur og tók vel eftir kennslunni það sem eftir lifði kvelds, hann er reyndar bara 16 ára. Þræddi alla staði - Andri reddaði okkur inná Torvaldsen - Hressó og fleira rugl sem ég vil ekki láta bendla mig við - annars sá ég mann og reyndar annan laminn í jörð með andlit brúkað í hráka, fullt af dyravörðum sködduðust. Kofinn aftur - Oddný sýndi mér góðan gest en þá voru allir staðnir upp og ég missti af stemmingunni... En náði þó aftur á kofann stuttu seinna með Fanneyju ..,-
Hálfum sólarhring síðar - Gentz
Don Aggos
Don Sabbos
Don De La Cruz
og að sjálfssögðu Don Johnson - Byrjuðum í heimkynnum og tókum Steikur með alls engu grösuðu meðlæti - bara kjöt annað er bannað. Dinner tónlist Godfather - eftirhlustun Elvis ´62 blastað í monster hátölurum. Slökkt á símum.
Þrömmuðum í bæinn og FOKK allt lokað - Má þetta??? Allt leystist upp í rifrildi útaf glasi og kassa. Skildu leiðir og öskur heyrðust - allt útaf því allt var lokað. Svaf við snark í rykmaskínuna - hreinsaði vel og vandlega - jónsk vél - sú besta í heimi ég ætla að fá me´r sonna.
kv, Jón Finnbogason
föstudagur, mars 25, 2005
Skrifað af Jon Minn klukkan 15:42
|