sunnudagur, mars 06, 2005

Ertu búinn að restarta tölvunni???

Þessi setning er örugglega fyrsta setning sem allir sem vinna sem kerfisstjórar eða tölvurekstarfræðingar í fyrirtækjum segja við alla sem tala við þá. Hef komist að því með biturri reynslu að það er oftast nóg.

ÉG er nefnilega alltaf að hringja og segja að hitt og þetta sé bilað eða virki ekki.

Til dæmis þurfti ég hjálp um daginn - Gerði einhverja konu gjaldþrota, alveg óvart. Það varð eitthvað smá vesen og ég þurfti á hjálp að halda í tölvudeildinni, það var víst bara eitthvað undo frekar simple.