sunnudagur, mars 06, 2005

Er í mjög skrýtnu skapi... finnst eins og ég hafi klúðrað einhverju... :s

Just can´t put my finger on it.

Dagurinn í gær var algerlega úti - Horfði reyndar á Sixth Sense(hafði ekki séð hana). Var að velta fyrir mér í upphafi „hann er örugglega dauður“ en gerði ekkert með það upphátt. Nú ætla ég að dusta rykið af floppy disknum sem geymir Write skjalið með sögunni að bókinni minni. Því greinilegt er að ég hef fengið allar þær hugmyndir sem kvikmyndir í dag fjalla um. Oftast með betri sögu og samræðum.

Rithöfundur - það er ég.

Eins og lesendur hafa tekið eftir hef ég fyrir löngu hætt að skrifa sögur á bloggið. Hætti því mitt sumarið 2003, eftir skyndilegt fráfall.

Ég hef séð marga þá frasa og hugmyndir sem hugskot mín hafa fengið verða að veruleika á sjónvarpsskjánum og eða kvikmyndatjaldinu. En það er spurning hvort lífeyrismálin nái yfirhöndinni.

Chandler - það er ég.

Næst á dagskrá

1. Uppistand með Eddie Izzard
2. Bláa lónið
3. 20. mars
4. Páskarnir
5. Vorið
6. Sumarið
7. Sumarið
8. Sumarið
9. Sumarið
10. Rosemary