sunnudagur, ágúst 22, 2004

Vá... ég hélt Brúskur væri heiladauður eftir útiveruna í vor og hefði sungið sitt síðasta fagurgal... ég var búinn að sætta mig við B2 og þögnina sem fylgdi... en hversu rangt hafði ég fyrir mér... Brúskur er mættur aftur á svæðið með kunnuglega takta ... hann er byrjaður að hugsa aftur... flauta og kvarta yfir kulda, hávaða og segist vilja út að fljúga, inn að sofa, meira að borða ... ooo Ég elska þennan fugl. Hlakka til þegar hann fer að fljúga inn til mín og dást að sjálfum sér í speglinum...

Hey menningarnótt í gær myndir komnar inn