Kveðjum strákana okkar!!!
Eins og alþjóð veit erum við Aggi að hverfa af landi brott næstkomandi föstudag.
Veist þú um veitingastað sem strákarnir okkar verða að borða á?
Eða kannski um túristastað sem þeir mega ekki missa af?
Veist þú eitthvað nauðsynlegt um útlönd sem þeir hafa ekki hugmynd um?
Hefuru eitthvað að segja við þá fyrir stóru ferðina, sem ekki má bíða?
Langar þig að kveðja þá almennilega?
Þá er tilvalið að mæta í Brottfararpartýið á fimmtudagskvöldið 26. ágúst og kveðja stjörnurnar okkar! Fyrirmyndaflokkstjórarnir munu mæta í hinn Yndislega Kofa Tómasar Frænda, sem er þeirra ektastaður eins og allir vita.
Vér vonumst til að sjá þig á auglýstri staðsetningu um tíuleytið að kveldi til!!!
mánudagur, ágúst 23, 2004
Skrifað af Jon Minn klukkan 20:37
|