Helgin var fín.. ætlaði í útilegu með Berglindi B en hún klikkaði... svo ég fór í bíó á Shrek 2 með Sigrúnu Jönu, Unu og Sigurgísla... ætlaði samt með Bó líka en þegar ég kom heim til hans að ná í hann var hann týndur og tröllum gefinn pilturinn svaraði ekki í síma og enginn heima.. ég áhyggjufullur en hann hafði víst bara farið í tímaleysið þar sem símar eru ekki til...allavega flott mynd ég hló úr mér þarna hvað heitir það... og blaðraði yfir endanum og Jana þurfti að öskra á mig að þegja... sorry jana...... eftir þessa góðu bíóferð hringdi ég í Agnar og fór á Spiderman 2 með honum og Dr. Hafsteini.... Frekar steikt að fara svona tvisvar í bíóoooo
En hey svo á laugardaginn vaknaði ég og fór út í góða veðrið og bónaði bílinn galvaskur á hlýrabolnum mínum... ..... aaaa vá hvað ég er sætur með svona bolafar.... sjáið bara...
Fór svo út að borða á Ítalíu með KGRP hópnum mínum... Aron mætti með bjór í poka og ætlaði að fá glas til að drekka hann úr en nei það mátti víst ekki svo hann var geymdur í kæli... og var Gústav sáttur við það... svo borðuðum við hópurinn þess dýrindis máltíð.... fórum svo í Lýðveldisgarðinn í myndatöku svo tók nóttin við með Snóker, Ellefunni, Bó, Fullt af stöðum og margt annað gaman og gaman... Devítos og já
Svaf þá nóttina ... vaknaði við ekkert klukkan 10 og hress fór ég út að horfa á sólina og skýin ... svo hringdi Oddný... hún ætlaði í Bláa Lónið eins og hún hafði talað um nokkrum tímum fyrr ... með Barböru Austurríkisbúa sem fílaði ekki Tvíhöfða grínið með Juden Svæn.... svo Pikkuðu Unnur og Þröstur mig upp og við Náðum í Sigurbjörgu sætu og brunuðum í lónið með allra þjóða kvikindum ... vá hvað það var LEKKERT í lóninu... góð hárnæring ... vá.....
Hey ekki búið enn því eftir lónið fór ég að baka og bakaði þessa dýrindis köku og fór svo og varði markið hjá Babylon FC í Utandeildinni... hélt hreinu í 40 mínútur og stóð mig bara vel miðað við fyrsta fótboltaleik við markvörslu... þó við hefðum tapað 5-1 þá voru liðsmenn bara sáttir... held þetta hafi verið met hjá þeim... flestir leikir hafa tapast stærra.. eða eitthvað... þeir vilja allavega fá mig aftur í markið.... sögðu ég hefði staðið mig vel...
Svo var bara vinna og vinna og vinna og vinna... NÆST Á DAGSKRÁ ER FERÐ TIL GRIKKLANDS........................... fokkkkkk... flýg af landinu 07:40 Sunnudag 25. júlí... kem aftur 22:15 Fimmtudag 5. ágúst....
Nánar um það seinna....
þriðjudagur, júlí 20, 2004
Skrifað af Jon Minn klukkan 21:04
|