fimmtudagur, janúar 22, 2004

Nú er ég kominn á nýjan bíl semsagt, þannig að sögur af mér festa mig inní bíl útaf frosinni samlæsingu og aðrar þar sem bíllinn hefur drepist lengst í rassgati Höfuðborgarsvæðisins auk ýmissa atriða í fari bílsins sem lífga uppá líf annarra heyra nú vonandi sögunni til en en en

en en á það ber að líta að þar sem ég er núna kominn á nánast nýjan bíl þá er alltaf hætta á að ég lendi í miklu meira og grátlegra veseni ef ég klessukeyri, nefnilega fjárhagslegu... Þannig að ég bið lesendur að bíða spennt eftir því ég missi endanlega niður um mig buxurnar og þá getur fólk nú hlegið með mér að því þegar ég reyni að redda mér úr þessum alvöru vandræðum...

En að sjálfsögðu eru líkurnar á því að ég lendi í veseni á þennan framandi hátt einungis 16%, miðað við fyrri störf.

Auk þess sem ég er loksins kominn í alvöru tímahrak vegna aukinna verkefna sem ég hef tekið að mér við Helvítis Ísingerði, heimalærdóm, AFM, Lauga og akstur milli þessara staða.

Spennandi tímar framundan...