fimmtudagur, janúar 29, 2004

Gestir og gangandi vinsamlega athugið.

Annar Íslenskur aðdáandi Swindon Town Football club hefur fundist http://www.hi.is/~eirik. Mun hér vera um merkan fund að ræða og bréfaskriftir hafa hafist. Síða viðkomandi er einmitt stolin frá gömlu Swindon Town heimasíðunni en eins og alþjóð veit tóku Swindon menn síðuna í gegn um daginn. Swindon heimasíðan finnst hér eða í dálknum hægra megin undir liðnum Swindon.

Greinilegt er á öllu að, ef samningar nást er stutt í það að merkilegasti aðdáendaklúbbur fótboltafélags er um það bil að hefja starf sitt.

Fylgist með því meiri fréttir verð viðraðar um leið og þær gerast.

Annars er það af Swindon að frétta að þeir vinna hvern leikinn á fætur öðrum og eru í töfra fimmta sætinu.