Góð ferð í bæinn í gær.........
Endaði á því að ég skutlaði Túndra heim en það vildi ekki betur til en svo að þegar ég var fyrir utan heima hjá honum var allt frosið fast, samlæsingin virkaði ekki, ekki hægt að opna hurðina farþegamegin nema utan frá (ég komst einmitt inn þar megin því ég gat ekki opnað samlæsinguna með lyklinum mín megin)
svo annaðhvort þyrftum við að bíða eftir að hitinn frá miðstöðinni væri búinn að hita bílinn upp eða einhver yrði á leið okkar og myndi opna fyrir Túndra.
Hófst nú mikil bið ég reyndi að gera ekki vart við innilokunarkennd sem ég þjáist af og spilaði fyrir meðbíðandann órafmagnaða Pearl Jam á tónleikum og söng meðan við biðum.
Svo sjáum við mann á gangi (einhverja fyllibyttu á leið heim eins og okkur) Túndri reyndi hvað hann gat til að ná athygli mannsins sem hugsaði bara um kuldann, barði í gluggann og hurðina þangað til gaurinn sá að það var eitthvað í gangi þarna og setti andlitið á sér uppvið rúðuna,
tók svo í hurðahúninn og opnaði fyrir Túndra sem guðslifandi feginn flaug út skellti á eftir sér, sagði bæ, kveikti í sígarettu til að róa sig niður og og og ég var fastur í bílnum, takk Túndri.
Ég keyrði af stað skíthræddur um að ég kæmist aldrei útúr þessum bíl mínum. Var farinn að hugsa hvert ég gæti farið inn með bílinn á þessum tíma til að ná stofuhita meðan sofið væri, eða hvort ég ætti að vekja heimilisfólkið til að hleypa mér út á bílastæðinu heima.
Þegar ég kom á bílaplanið sat allt fast eins og áður, ég reyndi hvað ég gat til að toga í typpið en það vildi ekki upp, ég hamaðist á því, reyndi að blása á það og nudda það til en en það sat fast. Þá var bara eitt að gera…………..bíða og ég beið.
Ég hef áður lent í þessu samanber Sunnudaginn 19. feb. næstum neðst á síðunni.
sunnudagur, desember 14, 2003
Skrifað af Jon Minn klukkan 21:35
|