Ég er kominn með lag á heilann nema það að ég man ekki alveg hvernig lagið er né textinn. Man bara smá lagabút, nema ég er búinn að gleyma honum og það eina sem ég man er, að þegar ég var að muldra þetta í morgun meðan ég var að vakna, fannst mér lagið vera líkt einu Pulp lagi sem ég man ekki hvernig er. Það er reyndar ekkert lýkt því, bara líkt einum gítarhljóminum í einu laganna af Different Class disknum. Svona er líf mitt óljóst á köflum.
|