DV farið á hausinn enn eina ferðina. ÉG byrjaði minn atvinnuferil sem úthringjari hjá því ágæta fyrirtæki í febrúarmánuði árið 1996 þegar ég var í tíunda bekk. Vann við að hringja í fólk og spyrja það hver væru bestu lögin á Íslandi þá stundina nema í staðin fyrir að spyrja hver væru bestu lögin þá spurði ég hvernig þeim fannst þau 40 lög sem ég var með á blaði hjá mér (eitthvað crap sem Bylgja hafði valið) svo spilaði maður fyrir liðið upptöku með lagabút af 30 lögum af þessum 40 sem ég hafði nöfnin á og fólk gaf einkunn 0 = þekkti ekki 1 = ömurlegt 2 = aðeins minna ömurlegt = 3 smá ömurlegt = 4 ekkert svo ömurlegt = 5 varla ömurlegt á einhver bleik & blá blöð, skrifaði með blýanti númer 2 (held ég) í reitina. Í fjóra tíma svo keypti maður sér franskar í Svarta Svaninum í pásunni. Svo framkvæmdi maður skoðanakannanir um pólítík annaðslagið.
|