Á föstudeginum var fundur í sælkeraklúbbnum sem varð að djammi áður en maður gat ákveðið að hafa bílinn ekki á Lækjartorgi. Enda vaknaði ég nokkrum mínútum eftir að ég kom heim, tók strætó niðrí bæ og bjargaði Mözdunni frá skítugum miðbæjarrottum og stöðumælavörðum. Keypti mér reyndar verstu pylsu sem gerð hefur verið, í strætósjoppunni, ég náði bara einum bita sem ég reyndar skilaði á sorpniðurgrafelsið á Álfsnesi eða hvar sem þessir niðurgröfnu geymslur eru!
|