Afmæli um helgina hjá Elsu uppí einu úthverfa borgarinnar. Vægast sagt mjög gaman, svona eiga afmæli að vera... aldrei dauður punktur... Verðlaunaafhendingar og aftur verðlaunaafhendingar. Allir fengu númer og mitt var „dregið“ út úr pottinum svo ég fékk að taka þátt í leik sem Bára vann mig í á sannfærandi hátt. Annars var svo mikið í gangi að myndirnar skulu fá að tala sínu máli. Ég þakka kærlega fyrir þessa frábæru skemmtun. Svo var farið í bæinn á alla helstu staðinu og töluðum við okkur inn á staði sem löngu var búið að loka.. Niðrí kvos hitti ég hana Eddu það var gaman hún var hress. Á einu augnabliki sýndi ég örtakta sem ekki samræmast fyrirsætuútliti mínu og veraldarvönum klæðnaði en þá tók ég bara uppúr vasanum tyggjó og allt varð slétt. K**** F***** C****** borðað daginn eftir, til að tryggja vel smurðar æðar fyrir komandi átök. Einnig var túristinn tekinn á nýtt plan.
|