Fór áðan að skipta um dekk og fokk ég hélt að gaurarnir myndu úrskurða að þar sem dekkið hafði farið undan (á Vestfjörðum) væri bíllinn ónýtur og til einskis að láta vetrardekk. Svo kæmi löggan og kærði mig og ég myndi missa bílinn, ég var að hugsa um að hóta þeim að láta bílinn niður og keyra í burtu áður en þeir byrjuðu (en þorði það ekki). Ég fylgist með þeim taka út nagladekkin og skoða þau, þá óttaðist ég að þau væru ekki nógu góð fyrir reglugerðir og aftur var ég næstum búinn að skipa þeim að lækka bílinn áður en þeir seldu mér sóluð dekk (en dekkin voru víst í lagi). Svo borgaði ég bara minn hlut, með einkaklúbbstilboði nota bene, og yfirgaf svæðið skrensandi og dekkin eru bara mér til gleði nógu góð, sjö, níu, þrettán.
|