Eftir að hafa drukkið þrjá hálfslítra brúsa af óblönduðu vodka hvern á eftir öðrum, varð Alexander Nakonetsjní bráðkvaddur, samt fór hann með sigur af hólmi í vodkadrykkjukeppni í rússnesku borginni Volgodonsk um helgina. Gott að fá að vita hvar þessi lína liggur í drykkjunni (milli lífs og alvöru dauða), nú getur maður passað sig.
|