Systir mín kom askvaðandi inn um daginn og skipaði mér út af klósettinu því vinkonur hennar þyrftu að skíta. Vinkonurnar voru eitthvað vandræðalegar, ég hélt áfram að ganga frá þvottinum mínum og Auður skipaði mér aftur út. Á leiðinni út benti ég með vísifingri að þeim og sagði dimmraddaður og brúnaþungur EKKI VERA LENGI.
|