Auður sagði mér að skrifa eitthvað á bloggið um sig. Svo hélt hún kjafti þóttist læra og blés tyggjókúlu það er því miður ekki svo merkilegt. Hún lærir ensku, ég er að fara í próf á morgun sagði hún svo las hún á ensku uppúr skólabókinni. Heyrðu jón sagði hún hvað þýðir reduce ég sagði að það þýddi draga úr. Reduce the number of traffic jams, draga úr fjölda umferðarhnúta. Jóni pjóní sagði hún, taffic jam er umferðaröngþveiti. Sog söng hún Stevie Wonder. Geðru eitthvað fyrir fuglinn sagði hún svo ég sat bara hljóður og skrifaði eftir henni. Hleyptu Brúski út öskraði hún svo hátt í andlitið á mér svo hún frussaði. Hún hélt áfram að segja einhver illa borin fram ensk orð.
|