Horfði á Bowling for Columbine um helgina, já góð mynd allir ættu að nota tíma sinn til þess að horfa á hana. Ég sem byssumaður og áhugamaður um dráp villtra hryggdýra er sannfærður um að byssur drepa fólk en fólk drepur líka fólk þó það hafi ekki byssur en af hverju að einfalda drápið? Alveg magnað hvað hvíti maðurinn er ógeðslegt dýr að vera sama um kúgun einhverra þúsunda ekki hvítra vesturlandabúa í heiminum en ekki þegar einhvert ungmenni í úthverfi notar verndartólið byssu til að drepa skólafélaga sína. Þegar það gerist fer hann að grenja og gleymir sakleysi aumingja stjórnmálamannsins sem vildi bara verða ríkur með því að fylgja ríkjandi stefnu í heimalandi sínu, og vill hefna sína á honum því að hans vegna eru byssur til.
|