Haukur www.bigjohnson.blogspot.com hefur meðal annars sakað mig um að hafa ákveðið að skila auðu í næstu kosningum, það er ekki rétt ég hef einungis ekki ennþá fundið neinn stjórnmálamann né stjórnmálaflokk sem vill hafa heiminn eins og ég vill hafa hann og hef ekki ennþá séð neinn sem ég gæti sætt mig við sem umboðsmann minn á Alþingi. Þegar ég kemst í gegnum orðaflauminn og lygarnar að svörum og hugsjónum stjórnmálamannanna um hvernig samfélagið eigi að líta út, þá mun ég taka upplýsta ákvörðun. Sumir segja að það muni aldrei gerast og það sé barnalegt að ætla það, svo maður eigi bara að kjósa þann sem manni lýst best á og svo bara kemur frammistaða þeirra í ljós. „Það er ætíð rangt, alls staðar og fyrir hvern mann að trúa einhverju á ófullnægjandi forsendum“ William Clifford, 1877.
|