fimmtudagur, október 25, 2007

Þá er það komið, 7,9,13. Þetta tókst bara ágætlega.

Ég hreinsaði út alla tenglana en bætti við þeim sem beðið hefur verið um að bæta við.

Endilega skrifið komment ef þið viljið fá tengingu hingað á bloggið

Útlit síðunnar

Svo virðist sem síðan mín hafi misst tengsl við þær myndir sem bjuggu til útlitið. Myndirnar voru vistaðar á heimasvæði mínu hjá HÍ, sem nú er búið að loka. Þar með hefur myndasíðan mín sem BÓ bjó til sagt sitt síðasta.

Þá er ekkert annað að gera en að útbúa nýtt útlit.

  1. Fyrst taka afrit af html.
  2. Finna nýtt útlit
  3. Bæta við öllum sérstökum fítusum á réttan stað í html-ið
  4. Prófa
  5. Vera sáttur.

miðvikudagur, október 24, 2007

Það verða kosningar í Danmörku í nóv, gaman gaman að fylgjast með því.

Á að hægja á bílum svo þeir geti ekki keyrt hraðar en hámarkshraði?

þriðjudagur, október 23, 2007

Kannski hitti ég vegg í róðrinum, því ég var síðustu tvö skipti 8:36 að róa 2 km. Sem er einungis 9 sek frá því sem ég var fyrir þrem skiptum.

Ég þarf að fara að bæta þetta. Ætla því að setja mér markmið, niður fyrir 8 mínútur fyrir laugardaginn.

Bryndís sendi mér skemmtilega páfagauka meðan ég var í skólanum.

Minnir mig á að Brúskur gerir ekkert svona.

http://birdloversonly.blogspot.com/2007/09/may-i-have-this-dance.html


http://birdloversonly.blogspot.com/2007/09/may-i-have-this-dance.html

fimmtudagur, október 18, 2007

Eins og alþjóð veit stunda ég nú rækt af áfergju, nema í dag því ég er að horfa á Dreamgirls.

Í gær fór ég í róðrarvélina góðhugsa, ég ætlaði að fara í 2 km frekar en 5 km eins og ég hef gert undanfarið.

Fyrsta dag 5 km = 24:50
Annan dag 5 km = 23:40
Þriðja dag 5 km = 22:50
Fjórða dag 2 km = 8:44 (sem þýðir að 8:44*2=17:28 +8:44/2=4:22 = 21:50)

Ég hefði hins vegar náð meiri árangri á fjórða degi ef ég hefði ekki ætlað að rústa massaða gaurnum sem byrjaði á sama tíma og ég. Hann byrjaði að róa, og ég byrjaði að róa á tvöföldum hraða. Eftir 100 metra var ég nærri búinn á því, ég fór samt hraðar en gaurinn og kláraði mína 700 metra á sama tíma og hann tók 500 metra.

Sjá heimsmetin hér.

Vaknaði ofursnemma í dag, af því ég var á leiðinni á kynningu hjá Joacim Jeppesen. Átti að vera í stofu 407 í Porcelænshaven í morgun. En viti menn, ég hef eitthvað tekið illa eftir því þetta verður ekki fyrr en 23. okt.

Svo núna er ég vaknaður og kominn á ról fyrir allar aldir.

Auður fer að lenda hvað úr hverju, hún ætlar að fara fyrst í Fields og vera þar þar til lokar áður en hún kemur heim með töskurnar. Hún er í verslunar mission.

miðvikudagur, október 17, 2007

Sofa frammeftir

Nú sefur maður ansi lengi frameftir, það er nefnilega vetrarfrí.

Ákvað að bæta mér þetta upp með því að hlusta á fréttirnar á ruv.is frá því 06:00 í morgun:)

fimmtudagur, október 11, 2007

Samskipti
Kvöldið fór í fréttalestur. Mikið gekk á í dag.

Þar sem ég er harður Framsóknarmaður er ég að sjálfssögðu ánægður með að báðir meirihlutar í Reykjavík slást um að vinna með Framsóknarmönnum. Leiðinlegt að Gísli Marteinn og Hanna Birna séu svona svekkt, þau hefðu getað haldið þessum meirihluta á lífi með því að stunda meiri samskipti sín á milli en ekki í gegnum fjölmiðla. Þar sem ég stunda nú nám um listina við Samskipti og Upplýsingastjórnun sé ég klárlega skort á öllu því sem á að tilheyra.

En varðandi þetta REI mál þá byrjuðu Sjálfstæðismenn að stofna fyrirtækið til að stunda áhættustarfssemi fyrir OR. Núna eru þær algerlega hættir við það og að sjálfssögðu var það aldrei meiningin:)

Framsóknarflokkurinn hefur alltaf haft góða stefnu fyrir OR, sem hefur skilað Reykvíkingum góðu búi. Ég vona að þessi stefna sem Alfreð Þorsteinsson markaði með R-listanum fái að lifa áfram.

Önnur málefni eru í góðum gír, R-listinn fær að halda áfram með sín mál.

Ég bið bara til guðs að ég fái að missa af pólítískri þáttöku Gísla Marteins og Hönnu Birnu í næstu kosningum.

mánudagur, október 08, 2007

Vangavelta.

Hmm ég keypti í FL um daginn, ef xd nær að losa hlut OR í REI á 10 milljarða (segjum til FL) eru bréfin mín í góðum málum:) Veit bara ekki hvort rekstur Reykjavíkurborgar verði eins sterkur.

Spái því REI kaupi OR eftir nokkur misseri ásamt samkeppnishluta Landsvirkjunar og Rariks.

Hmm kannski þetta hafi verið tilgangurinn allan tímann? Á næstu dögum verður sjónum beint að framsóknarflokknum og hversu vondur Bingi er, á sama tíma og stór hluti sérfræðinga OR byrjar að vinna hjá REI. Guð hvað ég er glaður Villi og þau eru aftur orðin vinir.

Tekur einhver veðmáli? Bjór í veði.

fimmtudagur, september 27, 2007

Góðan dag, JónMinn.blogspot.com búinn að vera slappur mjög lengi. Nýtt reglulegt bloggfyrirtæki hefur verið stofnað. 2 júni .blogspot.com, endilega hraðið ykkur þangað, þar er einnig komin myndasíða með nýjustu myndum úr DK.

Jón Minn, ekki lítill lengur

mánudagur, september 24, 2007

Ahmadinejad er ekki alltof gáfaður. Að missa útúr sér að samkynhneigð þekkist ekki í Íran breytir allri umræðu í undirbúningi innrásarinnar í ómálefnalega upplýsingamengun. Alveg eins og Upplýsingamálaráðherra Íraks gerði fyrir Innrásina þangað.

Annars var ég að klára Októberfest í München, maður lifandi var það svakalegt. Við strákarnir í drykkjukeppni getur ekki endað heilsuhraust.

2000 km ferðalag er svolítið erfitt, nú er að sofa og safna orku.

mánudagur, ágúst 27, 2007

Jeg hef ekki undan að gefa hjólandi dönum fimmuna, sérstaklega þegar ég bíð við gatnamót að bíða eftir græna kallinum.

laugardagur, ágúst 25, 2007

Skóladagarnir byrja

Við eigum öll að kynnast í skólanum, læra nöfnin á hvort öðru og ræða saman um samfélagið í nærmynd. Þau settu okkur í orðaleik, allir áttu að standa upp sem uppfylltu einhver skilyrði. *Ertu með tattú, *Ertu í bláum skóm, *Ferðastu í Metróinu, *Blabla og svo var spurt *Ertu yfir 23 ára, og af 78 manns stóðu 13 upp.

Já annars er ég að læra á Facebook, það er gaman, og við Bryndís skrifum saman á http://2juni.blogspot.com/ um markverða hluti.

mánudagur, ágúst 20, 2007

Kom á óvart hvað mikið er fjallað um Indland í netfjölmiðlum í Danmörku.

miðvikudagur, ágúst 15, 2007

Brúskur er í heimsókn á Miklubrautinni, vont hann bilaðist við að sleppa út hér um árið. Maður getur ekki talað almennilega við hann lengur.

Síðustu metrarnir í pökkun.

x Bækur
x Diskar
x Eldhúsdót - takk Líney
x Föt
x selja sjónvarp - Bryndís seldi
x allskonar

úff

http://2juni.blogspot.com

laugardagur, ágúst 11, 2007

Þetta er búið. Ég er búinn að gera upp 9 heil ár í bransanum

Eftir Kaupþing var sofið út, langþráð réttlátt snús tekið á klukkunni.

Sendi Bryndísi svo í þrefalda endajaxlatöku daginn fyrir ferðahelgina, héldum svo rakleitt í Eyjafjörðinn í afmæli og meðþví. Allt tekið af stút og einstaka sinnum hringdi síminn úr dalnum og ég náði rjómanum af því sem fór í símann frá köppunum.

Þegar sólin kom á mánudeginum var hent í okkur amrískum jeppa og risavöxnu fellihýsi (Mange tåkke:) [verð að læra dönskuna]) og héldum við Vestur á firði. í 90 ára afmæli nafna og afa.

Ég fór suður og aftur vestur til að klára ferðina, á meðan ég var rólegur í gönguskóm að ræða minkagildrur og kviðpokaseiði reddaði Brynís íbúð í danmörku, hún er yndisleg. Fogedgården 9, 2200 copenhagen. Hringið á undan ykkur.

Svo er byrjað að djúsa á ný... meira seinna