Sofa frammeftir
Nú sefur maður ansi lengi frameftir, það er nefnilega vetrarfrí.
Ákvað að bæta mér þetta upp með því að hlusta á fréttirnar á ruv.is frá því 06:00 í morgun:)
miðvikudagur, október 17, 2007
Skrifað af Jon Minn klukkan 11:25 |
fimmtudagur, október 11, 2007
Samskipti
Kvöldið fór í fréttalestur. Mikið gekk á í dag.
Þar sem ég er harður Framsóknarmaður er ég að sjálfssögðu ánægður með að báðir meirihlutar í Reykjavík slást um að vinna með Framsóknarmönnum. Leiðinlegt að Gísli Marteinn og Hanna Birna séu svona svekkt, þau hefðu getað haldið þessum meirihluta á lífi með því að stunda meiri samskipti sín á milli en ekki í gegnum fjölmiðla. Þar sem ég stunda nú nám um listina við Samskipti og Upplýsingastjórnun sé ég klárlega skort á öllu því sem á að tilheyra.
En varðandi þetta REI mál þá byrjuðu Sjálfstæðismenn að stofna fyrirtækið til að stunda áhættustarfssemi fyrir OR. Núna eru þær algerlega hættir við það og að sjálfssögðu var það aldrei meiningin:)
Framsóknarflokkurinn hefur alltaf haft góða stefnu fyrir OR, sem hefur skilað Reykvíkingum góðu búi. Ég vona að þessi stefna sem Alfreð Þorsteinsson markaði með R-listanum fái að lifa áfram.
Önnur málefni eru í góðum gír, R-listinn fær að halda áfram með sín mál.
Ég bið bara til guðs að ég fái að missa af pólítískri þáttöku Gísla Marteins og Hönnu Birnu í næstu kosningum.
Skrifað af Jon Minn klukkan 20:11 |
mánudagur, október 08, 2007
Vangavelta.
Hmm ég keypti í FL um daginn, ef xd nær að losa hlut OR í REI á 10 milljarða (segjum til FL) eru bréfin mín í góðum málum:) Veit bara ekki hvort rekstur Reykjavíkurborgar verði eins sterkur.
Spái því REI kaupi OR eftir nokkur misseri ásamt samkeppnishluta Landsvirkjunar og Rariks.
Hmm kannski þetta hafi verið tilgangurinn allan tímann? Á næstu dögum verður sjónum beint að framsóknarflokknum og hversu vondur Bingi er, á sama tíma og stór hluti sérfræðinga OR byrjar að vinna hjá REI. Guð hvað ég er glaður Villi og þau eru aftur orðin vinir.
Tekur einhver veðmáli? Bjór í veði.
Skrifað af Jon Minn klukkan 17:41 |
fimmtudagur, september 27, 2007
Góðan dag, JónMinn.blogspot.com búinn að vera slappur mjög lengi. Nýtt reglulegt bloggfyrirtæki hefur verið stofnað. 2 júni .blogspot.com, endilega hraðið ykkur þangað, þar er einnig komin myndasíða með nýjustu myndum úr DK.
Jón Minn, ekki lítill lengur
Skrifað af Jon Minn klukkan 20:05 |
mánudagur, september 24, 2007
Ahmadinejad er ekki alltof gáfaður. Að missa útúr sér að samkynhneigð þekkist ekki í Íran breytir allri umræðu í undirbúningi innrásarinnar í ómálefnalega upplýsingamengun. Alveg eins og Upplýsingamálaráðherra Íraks gerði fyrir Innrásina þangað.
Annars var ég að klára Októberfest í München, maður lifandi var það svakalegt. Við strákarnir í drykkjukeppni getur ekki endað heilsuhraust.
2000 km ferðalag er svolítið erfitt, nú er að sofa og safna orku.
Skrifað af Jon Minn klukkan 22:23 |
mánudagur, ágúst 27, 2007
Jeg hef ekki undan að gefa hjólandi dönum fimmuna, sérstaklega þegar ég bíð við gatnamót að bíða eftir græna kallinum.
Skrifað af Jon Minn klukkan 12:31 |
laugardagur, ágúst 25, 2007
Skóladagarnir byrja
Við eigum öll að kynnast í skólanum, læra nöfnin á hvort öðru og ræða saman um samfélagið í nærmynd. Þau settu okkur í orðaleik, allir áttu að standa upp sem uppfylltu einhver skilyrði. *Ertu með tattú, *Ertu í bláum skóm, *Ferðastu í Metróinu, *Blabla og svo var spurt *Ertu yfir 23 ára, og af 78 manns stóðu 13 upp.
Já annars er ég að læra á Facebook, það er gaman, og við Bryndís skrifum saman á http://2juni.blogspot.com/ um markverða hluti.
Skrifað af Jon Minn klukkan 18:03 |
mánudagur, ágúst 20, 2007
Kom á óvart hvað mikið er fjallað um Indland í netfjölmiðlum í Danmörku.
Skrifað af Jon Minn klukkan 06:22 |
miðvikudagur, ágúst 15, 2007
Brúskur er í heimsókn á Miklubrautinni, vont hann bilaðist við að sleppa út hér um árið. Maður getur ekki talað almennilega við hann lengur.
Síðustu metrarnir í pökkun.
x Bækur
x Diskar
x Eldhúsdót - takk Líney
x Föt
x selja sjónvarp - Bryndís seldi
x allskonar
úff
Skrifað af Jon Minn klukkan 23:21 |
laugardagur, ágúst 11, 2007
Þetta er búið. Ég er búinn að gera upp 9 heil ár í bransanum
Eftir Kaupþing var sofið út, langþráð réttlátt snús tekið á klukkunni.
Sendi Bryndísi svo í þrefalda endajaxlatöku daginn fyrir ferðahelgina, héldum svo rakleitt í Eyjafjörðinn í afmæli og meðþví. Allt tekið af stút og einstaka sinnum hringdi síminn úr dalnum og ég náði rjómanum af því sem fór í símann frá köppunum.
Þegar sólin kom á mánudeginum var hent í okkur amrískum jeppa og risavöxnu fellihýsi (Mange tåkke:) [verð að læra dönskuna]) og héldum við Vestur á firði. í 90 ára afmæli nafna og afa.
Ég fór suður og aftur vestur til að klára ferðina, á meðan ég var rólegur í gönguskóm að ræða minkagildrur og kviðpokaseiði reddaði Brynís íbúð í danmörku, hún er yndisleg. Fogedgården 9, 2200 copenhagen. Hringið á undan ykkur.
Svo er byrjað að djúsa á ný... meira seinna
Skrifað af Jon Minn klukkan 21:20 |
föstudagur, júlí 27, 2007
fimmtudagur, maí 17, 2007
Grillsamkoma
Grillaði stórsteikur, bakaði súkkulaðiköku og þreif vetrarrykið af garðstólunum á svölunum.
Síðan fylltist húsið af fjölskyldum okkar Bryndísar.
Í dag var góður dagur.
Skrifað af Jon Minn klukkan 22:54 |
Keypti bréf í Lindex í Svíþjóð af því Greiningardeildin sagði að bréf í félaginu myndu hækka um 39% næstu 12 mánuði, búið að hækka um 2% so far. En þessi 2% gróði hverfur því Krónan er búinn að hækka svo mikið, þannig að í rauninni tapaði ég.
Ef ég hefði keypt í Atorku hefði ég verið búinn að ávaxta um 7% á sama tíma. Allt svo gott á Íslandi.
Svo keypti ég Dollara af því allir töluðu um að krónan væri að fara að veikjast, en svo segir kjaftasagan að Krónan verði mjög sterk frammá haust því Björgólfur sé að kaupa Actavis. Fólkið sem er keypt úr Actavis kaupir að hluta til í öðrum íslenskum félögum, bara spurning hvaða Atorka er mjög sennilegur kostur.
Skrifað af Jon Minn klukkan 13:29 |
mánudagur, maí 07, 2007
Af hverju er heita vatnið í krananum í kringum 80 gráður, ef nóg er að hafa það um 50 gráður?
Þetta verður að rata í reglugerð.
http://stillumhitann.is/
Skrifað af Jon Minn klukkan 19:59 |
fimmtudagur, maí 03, 2007
Bjarni Ármannsson græðir á tá og fingri og fólki er nákvæmlega sama.
Ætli Bjarni verði næsti fjármálaráðherra? http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1264668 hann er í slagtogi með xs.
Svo er þessi skýringarmynd af tekjum ríkisins alls ekki nægilega sundurliðuð http://rikiskassinn.is/tekjur-rikisins/. Tekjuskattur skilar ekki nema 73 milljörðum 2005. Fjármagnstekjur rúmum 20 milljörðum.
Skrifað af Jon Minn klukkan 19:32 |
fimmtudagur, apríl 26, 2007
Augljósar hugsanir um Skattamál
Það væri heppilegt ef tekjuskattur sem tekinn er af launum væri aðeins minni?
Hvernig er það:
Nægja ekki virðisaukaskattur og önnur gjöld af öllu sem keypt er?
Nægja ekki tollar af öllu sem flutt er inn?
Hvernig græðir ríkið eiginlega pening?
Ég vil vita það. Senda tölvupóst... ok skal gera það en hvert skal senda... aha ríkisskattstjóra.
Þetta er pósturinn minn
"
Sæl
Get ég fengið upplýsingar um hlutfallsskiptingu tekna ríkisins af sköttum, tollum og gjöldum?
Einnig setti ég inn tekjustofna sveitarfélaganna, ef hægt væri að koma því áfram til þeirra væri ég þakklátur.
Ríkisskattstjóri
Eignaskattur
Tekjuskattur
Fjármagnstekjuskatt
Virðisaukaskatt
Þungaskattur
Tvísköttun
Áfengisgjald
Bifreiðagjald
Búnaðargjald
Iðnaðarmálagjald
Jöfnunargjald alþjónustu
Markaðsgjald
Olíugjald
Skilagjald
Tryggingagjald
Úrvinnslugjald
Vörugjald
http://rsk.is/birta_sidu.asp?vefslod=gjold/skattar_og_gjold_yfirlit.asp&val=1.0
Tollstjóri
Erfðafjárskattur
Skemmtanaskattur
Skipulagsgjald
Stimpilgjald
Sveitarfélög
Fasteignaskattur
Gatnagerðargjald
Skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði
http://rsk.is/birta_sidu.asp?vefslod=/gjold/ekki_til_a_upplysingavefnum.asp
"
Ég veit ekkert hverju þetta skilar
Skrifað af Jon Minn klukkan 19:10 |
föstudagur, apríl 20, 2007
Hvað er að fólki, ræðandi um að endurbyggja kofana?
Það á að endurhanna þetta svæði algjörlega frá grunni.
Búið.
Skrifað af Jon Minn klukkan 16:35 |
fimmtudagur, apríl 19, 2007
Kofabruni í miðbænum, nú er lag að endurbyggja samhliða upprisu tónlistarhúss við höfnina.
Mikið verður miðbærinn okkar fallegur.
Skrifað af Jon Minn klukkan 13:24 |
sunnudagur, mars 11, 2007
This has been Guiding Light.
Vil benda ykkur á mjög frambærilegt tónlistarmyndband á síðunni hans Agnars.
Skrifað af Jon Minn klukkan 11:22 |