föstudagur, desember 05, 2008

Já sæll


Ég held úti kommentabloggi á moggablogginu, jonfinnbogason.blog.is, svona til að fá rushið sem fylgir því að fólk les mann.

Annars er ég orðinn frekar úrkula vonar um að nokkur maður muni nokkurn tíman aftur fara á Jón Minn og lesa.... extreme trackerinn segir að það séu bara google leitir sem fara hingað inn, enginn venjulegur lesandi... úff. Vá hvað ég verð glaður þegar fyrsta kommentið birtist.... hint hint

Gleymdi USB kubbnum mínum í skólanum í gær, vaknaði því eldsnemma í morgun og hoppaði í strætó í kappi við að ná í kubbinn áður en nokkur annar stæli honum. Heppnin var með mér, hann var þarna enn. Þá var ég vaknaður fyrir allar aldir og ekkert annað að gera en að fá mér gott borð í Solbjerg. Núna er allt fullt en ég með þetta fína borð, reyndar get ég ekki rétt almennilega úr fótunum því það er gler fyrir. Man hvað það var alltaf þægilegt að fara á hlöðuna, nóg pláss og víð borð, hér er ekkert pláss.... baunar

Djöfull gengur ekkert að skrifa, ég er búinn að finna út hvaða structure af þessum 4 sem bókin stingur uppá eigi við case-ið okkar en alltaf þegar ég ætla að skrifa af hverju virðist ég ekki finna rétta tilvitnun....

ok þá verð ég að bæta einni hressi frétt við, annars halda allir að Jón Minn hafi í raun orðið kreppunni að bráð en ekki góðærinu.... Jú ég er með eina, hún er slæm. Við vorum að plana hópavinnuna fyrir ritgerðaskilin og Christine minntist á jólainnkaup, ég sagði niðurlútur að það yrðu engar jólagjafir hjá mér. Það var löng þögn. Kreppan át jólin, þær vorkenndu Íslandi.