Allavega nokkurnvegin byrjaður að blogga
þriðjudagur, desember 19, 2006
Nú er kominn tími á jólagjafir, þá helst handa Bryndísi.
Hafði hugsað mér að gefa henni eitthvað sem kostar á við tvenn mánaðarlaun, glansblað sagði mér það.
Annars er ég alveg tómur og 5 dagar til jóla....
Skrifað af Jon Minn klukkan 10:46 |
Flutti lögheimilið mitt 22. nóv niðrí Hliðar heim til minnar heittelskuðu Bryndísar.
Hef í raun haldið mig hér öllum stundum síðan í sumar.
Tók með mér nokkra húsmuni.
1. sjónvarpsborð
2. Jónatæki
3. 3 innkaupapoka af geisladiskum og dvd diskum
4. fullt af bókum
5. nokkur stk föt
6. fullt af öðru dóti
Loksins sér maður hvað rafmagnið kostar, um 1300 kr. á mánuði. Þetta vissi ég ekki áður en ég flutti.
Skrifað af Jon Minn klukkan 10:42 |
Rosalega er langt síðan ég bloggaði, veit ekkert hvernig maður gerir þetta lengur.
Þess vegna ákvað ég að skrifa bara helling til að koma mér í gírinn, það er líka svo miklu auðveldara að koma með 1 góða færslu eftir að hafa ræskt sig á lyklaborðinu nokkrum sinnum.
Skrifað af Jon Minn klukkan 10:41 |