Villuprófanir.
Hef verið í stóru málunum undanfarið. Er þó farinn að hunsa vini mína of mikið. Á msn skila ég eiginlega bara nudge á þá sem vilja tala, því miður. Símtölum svara ég með hálfum hug, því miður. Heimsóknum sinni ég lítillega, því miður. Frumkvæði við atburði er nánast ekkert, því miður.
En þetta breytist allt eftir helgi. Eftir helgi fæðist nýr maður, sá maður mun halda uppá afmælið sitt um lok október. Bráðlega koma út boðskort, via email / via sms / via símtal / via face to face confrontation. Allt nema msn enda eiga engin eiginleg samskipti milli fólks að fara fram á þeim miðli.
Rækt í fyrramál - 6:30 eins og alla þriðju- og fimmtudaga. Tvöfalt kaffi á laugardaginn en sé ekki alveg hvernig ég kem því inn vegna ANNA næsta föstudagskvöld og áætlaðs svefns 9:00-11:00 þann 17. Ég meina meiraðsegja Ása svaf yfir sig í gær.
miðvikudagur, september 14, 2005
Skrifað af Jon Minn klukkan 22:20
|