Klukk
Snýst víst um 5 staðreyndir um sjálfið sitt. Ákvað að fara hreinskilnu, torskildu, leiðina í þessu. Endilega lesið þetta yfir.
1. Ég er ekki eins og fólk er flest, legg mig auk þess meðvitað fram við að gera hið óvanalega.
2. Mér finnst heimurinn snúast um mig. Gleymi oft að sinna vinum og vandamönnum með hið nauðsynlega.
3. Ég er annálaður óvissumaður, á erfitt með að velja og vel oft margar mismunandi leiðir á sama tíma og bakka jafnvel útúr þeim jafnóðum og lagt er í hann, einnig þó point of no return sé náð.
4. Ég er mikill hugsuður og hugsa mikið um hið stóra og mikla, gref mig hins vegar mestmegnis í hið smáa og litla. Gleymi iðulega hinu venjulega.
5. Ég er alltaf aðeins eftir á. Drekki mér svo í hlutunum þegar allir aðrir eru fyrir löngu búnir að fá nóg.
Klukk á Jönu, Leon, KGRP, Andra og litlu systur.
þriðjudagur, september 27, 2005
Skrifað af Jon Minn klukkan 23:10
|