Á hverjum þriðjudegi, fimmtudegi og laugardegi vakna ég upp fyrir allar aldir og kem mér í www.bootcamp.is.
Síðasta laugardag missteig ég á mér hægri fót, svo að ég get varla stigið af fullu viti í þann. Ég sem var rétt búinn að jafna mig á harðsperrum.
Ég er samt í góðum málum, boot camp hjá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur er svakalegt. Lyktin af almenningsboxhönskunum á staðnum er svo svæsin að liggur við ælu í miðjum magaæfingum ef svo óheppilega vill til að þær eru gerðar milli box setta.
Hvíldarstaðan er það erfiðasta. Hlaupin eru hvíld, í hálfkæringi... Held ég hafi svitnað dropa á hverjum 5 sek síðan ég byrjaði. Höndleggirnir á mér vaxa og dafna.
mánudagur, september 12, 2005
Skrifað af Jon Minn klukkan 21:15
|