laugardagur, ágúst 20, 2005

Andri Þór á afmæli í dag. Til hamingju með daginn!


Menningarnótt. Brúskur páfagaukurinn minn tók daginn snemma í morgun og flaug hálfmaraþon um penthouse-ið.

Hey einnig var ég að velta fyrir mér skaðsemi hauslausabúnaðirns (heyrnatækið+snúran sem tengir farsímann beint í eyra). Þetta skapar meiri hættu en að halda beint á farsímanum meðan ekið er. Til dæmis var ég næstum búinn að keyra á (oft) þegar ég reyndi að leysa flækjuna á snúrunni svo ég gæti svarað mikilvægu símtali á hraðbraut þar sem engin leið var að fara útí kant eða nokkuð annað en að keyra áfram á viðmiðunarhámarkshraða.

Fer í siglingu í kvöld. Siglingu um sundin blá og rétt undir flugeldasýningu verður silgt inn í höfnina og horft upp undir flugeldana skjótast og lýsa upp himingeiminn.

Bílinn fór í alsherjaryfirhalmingu í gær. Bónaður, sugaður og svertur að fagmanna sið. Þetta er eins og nýr nýr bíll.

Agnar fór í brúðkaup um helgina, útá land norður í Kirkjubæjarklaustur (rétt hjá Akureyri held ég). Það að bjóða í brúðkaup þegar Síðasta Menningarnótt Reykjavíkur verður haldin er dónaskapur.