mánudagur, júlí 05, 2004

Vá er ég búinn að vera í ruglinu undanfarið á þessu bloggi eða hvað? ...

Ætla að byrja þar sem ég held ég hafi skilið síðast við með fulla meðvitund....

17. júní, þar fórum við Aggi niður í bæ á stuttbuxum og fengum okkur Candyflos og sykursnuð... ég keypti hatt og gaf hann syni Sandy og gaman frá því að segja að hann var sáttur... svo fórum við inní listasafnið og öryggisvörðurinn henti okkur út.. og settumst á Tjarnarbakkann og töluðum um hvað gaman væri að vera ungur á ný ... lékum okkur svo í leiktækjunum með litlu krökkunum og löbbuðum aftaní skrúðgöngunni... fengum okkur pizzu og ingólfstorgi... og tefldum á stóra taflinu aggi vann rétt svo ... enda spilaði ég fyrir áhorfendur... svo fórum við í Útihlíð og fengum okkur grill og Golf þar sem ég brilleraði gjörsamlega... með 140 högg á móti einum yfir pari hjá Agga Woods ekki búið því Ljósablabla virkjun heimsótt og peningagjáin...

næsti dagur 18. júní... man ekki.. jú KGRP útilegan... fokk það var steikt og margt fór úrskeiðis lagalega séð... en ég skemmti mér vel

19. júní... þá var gaman útskriftir og kveðjupartý... Jórunn B.A. í Sálfræði, mamma hennar hélt ræðu... yndislegt fólk... síðan Einar Hólmgeirssonar kveðjupartý (farinn til Grósvallastaða) Frú Hreggviðsdóttir takk fyrir mig... Claire og Elsa héldu uppá útskrift þar sem ég tók þátt í karíókí og tapaði fyrir Agga... annars langbest skemmtun... held ég hafi endað niðrí bæ að skoða einhvern kirkjugarð og sá alberan karlmann synda útí tjarnarhólman...

20. júní Sunnudagur

21. júní Pabbi á afmæli orðinn gamall...og líkar það vel Fundur á hótel loftleiðum... matur og fótbolti... Frakkland tapaði

23. júní... Deep Purple... myndir á leiðinni... vá hvað var gaman að sitja í stúku og hafa gaman ég skemmti mér eins og bláblóðsfæddur

24. júní Portúgal vann England ég glaður

25. júní Föstudagur... ööö man ekki

26. júní Hótel Nesjavellir og drykkja með liði... Svíþjóð tapaði kynntist Rúnari ...hey svo rústaði Jói Jóns Sigurðssyni blómsveignum sem Hr. Ólafur skyldi eftir handa honum.

27. júní.. Sunnudagur

28. júní... fokk... þarf að skoða myndirnar svo ég átti mig á því

29. júní sama

30. júní sama

31. júní sama

1. júlí sama

2. júlí sama

3. júlí sama

4. júlí sama

5. júlí samaaaaaaa ha nei fokk... bakka aðeins...hey á föstudaginn lagði ég af stað í sakleysislega útilegu byrjaði á suðurlandsundirlendi Laugarvatn... Flúðir... Löggan kom og handtók gumma... Skógar... þar var ágætt ... skoðaði Skógarfoss... en lengra fór ég (með Agga og Gumma) á Höfn en þar voru ekki Hornfirðingarnir sem ég hef séð fulla nokkrum sinnum svo bara sofa og morgunmatur á Hótel Höfn ............



samt á síðu Agga er fyndnustu hljóðblogg sem til eru og á minni hljóð síðu er rugl mikið af efni


Þar var skilti sem á stóð .... Hatið Hornafjörð

svo fórum við af stað austur á leið hittum Nýsjálending og Kanadabúa uppá útsýnispallinum fyrir ofan höfn... á bikes... við sönguðum lagið með Queen við mikinn fögnuð og tókum myndir og létum taka myndir á okkar séríslensku Digital cameras... útlendingarnir voru bara á analogin... þó þær hafi verið mest bara fyrir hvor aðra ekki neinar helvítis pulsur...

Á leiðinni um þess svokölluðu Austfirði hafði Agnar Bragi á orði að merkilegt nokk að þrátt fyrir risa flóðbylgju sem myndi skella á landinu austanverðu þá værum við MJÖG VEL VARÐIR með öll þessi fjöll á austurströndinni... átti þessi setning eftir að lifa vel enda fer hún einstaklega vel í munni...

Egilsstaðir... tók myndir af húsinu hans Bó sem hann sleit barnsskónum í... númer 4 Laugarvegur... held ég

Keypti mér scartsnúru þar og Aggi lagði sig í heimabíó prófunarbekknum og BT starfsmaðurinn kom með teppi fyrir kauða sem sofnaði... Aggi keypti svo þetta guðdómlega Kjúklingasalat sem fór beint í lagarfljótsorminn... Aggi þóttist hafa borðað sína samloku... hann hlýtur að hafa logið...

Dettifoss og júden svæn... Vá hvað dettifoss er fagur... its not auswitch but we are very proud of it

K.Ó.P. asker er flottur staður.. það var verið að gefa fjallalamb af grilli og gömul kelling reyndi að pitcha mig í að kaupa svoleiðis... ég gæti ekki ekki keypt fyrst frændi minn væri bóndi í Þistilfirði... ég sagði að gummi væri maðurinn með peningana og hann bannaði mér það

Hey svo fótbolti með fjölskyldunni hans Gumma... ég skoraði

Svo fórum við að skoða beljurnar sem voru víst hestnaut eða eitthvað.. ég baulaði allavega fallega...

Ásbyrgi... stelpan sem reyndi við mig í upplýsingamiðstöðinni sagði mér að ekkert væri að gerast þar eftir 23:00 og ég ætti að drífa mig til Akureyrar... Gummi keyrði þangað... þar fengum við okkur borð á einhverjum veitingastað og völdum að sitja frekar þar sem væru góð sæti frekar en við gluggan og útsýninu... sáum ekki eftir því þegar við komumstum að því hverjir voru á næsta borði... Sigga og einhvað þögult lið... gaman.. við pöntuðum það næstódýrasta á matseðlinum og rör fyrir alla gesti staðarans... og viti menn... tókum eftir því að við værum ofsalega vel varðir...

Svo uppá tjaldstæði og allir farnir að sofa þar... við vorum með mikil læti... svo fórum við í pool og ég hellti niður bjórnum hans Janusar... hann ekki sáttur... ég keypti ekki annan... kannski næstu helgi... svo fórum við á röltið upp laugarveg þeirra norðanmannapa...

Löggan stal Tax free fána frá okkur og töldum 113 tröppur en það kostar 17500 kr. að fá almennt herbergi á KEA hótelinu... Forsetasvítan var víst bókuð...

Uppá tjaldstæði settist ég á nýja útilegustólinn minn og hóf læti... enda var ég svo vel varinn

Júden svæn... its not auswitch but we are very proud of it.... og fleir sem koma bráðum í ljóss....

Svo RÆS og keyra í bæinn... held við höfum verið 2 tíma í bæinnn... rugl




Reykjavík-Reykjavík 33 klst allt í allt með stoppum




Eftir þetta var sofið... svo Metallica... Oddný kom með ... inní Egilshöll... enda vorum við svo vel varin þar inni... Mínus með hálftíma langt lag... lélegir... Krummi krafðist þess maður skemmti sér betur... frekar máttlaust.. og virkaði ekki...

Metallica byrjaði að spila og ég fór í mók.. man ég svitnaði og það fór að rigna og ég fékk vatn frá Dominosstelpu annars mikið að gsm bloggi og fullt af myndum og vídjó á leiðinni... BESTU TÓNLEIKAR SO FAR THIS LIVE TIME nema náttúrulega einir sem aldrei verður hnikað

Í vinnunni í dag Drakk Agnes vatn úr grænu bikurunum... og fékk pening fyrir... hálfan fokking lítra af ógeðslegu mygluðu vatni ... Hún er hetja... lengi lifi Agnes... svo ældi hún... en það var örugglega bara hressandi...

Myndir á leiðinni – lifi byltingin mátturinn og dýrðin.... að eilífu jonminn.blogspot.com...