þriðjudagur, júlí 13, 2004

ÉG verð nú að blogga smá

Grilldagur í vinnunni á föstudaginn... Þar sem ég er flokkstjóri þá er venjan að krakkarnir í hópnum gefi góða gjöf...

Ég hef undanfarin ár fengið Nærbuxur... R&B geisladisk (Beoncé Knowles fyrir tilviljun)... KR fótbolta (það má bara sparka fast í hann)... og mynd af minni heittelskuðu Tinnu Alavez...

Þetta árið fékk ég undursamlegar Nærbuxur og Portúgal-bol sem var temmilega þröngur (skilaboð frá Stelpunum)... ég sáttur...

Svo var partý seinna um kvöldið hjá Agnesi... en hún býr í höll með Gufubaði... það var gaman... svo gaman að við vildum ómögulega hætta því partýiii... sendum KGRP græjurnar sem áttu að hafa hávaða í partýinu niðrí bæ... með mannlausum TAXA... Það var fyndið..

Hópurinn minn er svo skemmtilegur að ég veit bara ekki hvar ég á að byrja... Fyrst skal telja Sunnu... en hún er talarinn í hópnum og það er ekkert smá hressandi... góð stelpa og svo góður námsmaður að hún sleppti öllum prófum.... Hey og já vinnur sér inn aukapunkta með herðanuddi af og til... Snillingur - Agnes var í hópnum mínum í fyrra svo hún þekkir ekkert annað en að vera í besta hópnum ég held henni líki það bara vel.. enda Versló týpan útígegn.. Agnes er saklausa stelpan en hún leynir á sér... hún er frábær - Haukur öskurrokkari í hljómsveit smooth & traustur gaur, alltaf með klukku og veit hvað klukkan slær, sem er gott þegar maður þarf að plana röð verkefna í takt við kaffitíma og mat... Gaur sem kemur á óvart - í miðri yfirferðinni vil ég taka fram að lesið er upp í engri sérstakri röð... Sólveig byrjaði nokkrum dögum á eftir öðrum og gaf frá sér MH strauma í takt við feminista ræður og listamannaeitthvað... Tónlistarunaður hennar er mjög áhugaverður Næs stelpa - Svanhildur er fastinn í hópnum, ég kallaði hana Svanhvíti fyrsta daginn og reyndar næstu daga klikkaði ég oft á nöfnunum þeirra en þau tóku því öll ágætlega... Svanhildur er lúmsk og gæti auðveldlega staðið að valdaráni maður verður að passa sig á henni... nei vá hún myndi aldrei gera það... hún er afbragð... - Gústav aka Aron hann er alltaf sendur í sérverkefnin enda hlýðinn... hann er samt frekar mikil karlremba sem skín í gegn á hverjum degi... maður verður að leiðbeina honum aðeins varðandi hvernig maður kemur fram við kvenþjóðina... en eins og allir vita er ég búinn að mastera þá list...

Ég á samt eftir að lýsa þeim betur en til að vel sé þyrfti ég að hafa Sunnu sálgreinanda mér við hlið.... ef vel skyldi vera...

Allavega svo fórum við niðrí bæ eftir að hafa borðað þessa Blásteins pizzu með bestu list.. og viti menn það var bara fullt af hössli í gangi... flestir vita nú samt ekki þriðjunginn... ÉG að gera góða hluti enda með svo skemmtilegu fólki að það var ekki annað hægt... mér þykir svo vænt um kirkjugarðinn... og fólkið sem vinnur þar... einn af bestu vinnustöðum á landinu... Ásamt litlu úthringiSTOFUNNI minni... nánar um það seinna...

HEy þetta er ekki búið... hópurinn minn gaf mér líka gjöf um kvöldið... ekkert smá flott gjöf... ég táraðist... þau gáfu mér skringilegasta karlmanns G-streng sem ég hef augum litið... ég á eftir að máta hann... og og og o gog og ogo go go þau gáfu mér líka svaðalega gjöf.... gjafakort í nudd... Holy Shit TAKK ELSKU DÚLLURNAR MÍNAR