laugardagur, apríl 24, 2004

Mikið er gaman að slugsa lærdóminn.

Annars hef ég verið að bardúsa mikið undanfarið eins og sést á myndasíðunni minni . Óþarfi að rekja það nánar en vegna einhverskonars lesturs og skrifta hef ég ekki tíma til að setja þetta eins vel upp og Göbbels gerði fyrir Hitler. Auk þess er röðin á myndunum eitthvað skringileg... allt í einu er í miðjunni mynd sem ætti að vera neðst og svoleiðis en skiptir engu allt er ágætt og lengi lifi Jón Minn að eilífu atóm!

Andri að gefa mér bensín en ég varð bensínlaus um daginn... um miðja nótt og vakti Andra til að redda mér, og þar sem Andri er með gullhjarta fór hann á fætur og kom með bensín í kókbauk... Takk Andri.