þriðjudagur, apríl 27, 2004

Brúskur er kominn heim... hann var úti í alla nótt... Fannst uppá blokk í Breiðholti... við hliðina á Bónus... marga kílómetra frá Hraunbænum... Hraustur fugl. Hann vildi samt ekki koma niður þegar við komum. Ég hringdi hjá einhverju fólki og fór uppá loft en komst ekki uppá þak. Svo tók Brúskur á rás og flögraði um hverfið og lenti svo á sama stað eftir svona 5 mínútur. Vappaði um þakið meðan við og allt Breiðholtið reyndum að lokka hann niður. Svo kom slökkviliðið og hann flaug inná einhverjar svalir. Slökkviliðið fór upp með stiga, á afar æfðan hátt. Inná svalir og slökkviliðsmaðurinn barðist við að fanga hann en Brúskur vildi ekkert með það hafa að láta einhvern taka sig traustataki og barðist vel. Svo reddaðist það og hann var blautur og kaldur og við fórum með hann heim, hann byrjaði á því að snyrta á sér fiðrið ... svo fór hann að borða... nánar seinna...