Litla systir er úti í Osló í bekkjarferð, eftir mikla fjáröflun um Árbæjarhverfið. Í fyrradag réðst gengi á 20 manna hópinn og einhverjir strákar fengu sár og mör eftir barsmíðar helvítis NOJARANNA, en ekkert alvarlegt. Þau sluppu með því að hlaupa í sporvagn en gengið elti talsverða stund. Mamma reyndi að brýna fyrir Auði litlu að passa sig og vera alltaf með hópnum og kennaranum en hún sagði bara „mamma við stelpurnar þurfum að fara í mallið og versla, við nennum ekkert að hafa strákana og kennarann með í það!“ Svo fór hún víst á skíði og hegðaði sér vel.
|