Ég fékk ekkert saltkjöt eða baunir í gær. Bara pylsu í sjoppu. Svona er þetta þegar maður fær ekki hlutina uppí höndurnar þá verður ekki neitt úr neinu. Reyndar langaði mig ekki að sjóða salta kjötið og örbylgjuofna súpuna sem étið var fyrir helgi og afgangarnir skildir eftir handa mér, eða ruslinu reyndar. Miklu einfaldara að fá sér pylsu með öllu og kóladrykk með.
|