mánudagur, febrúar 23, 2004

Fór á Burger King áðan með Leoni. Þegar við komum að er röð og fokkit við bíðum ekki í neinni röð... svo eftir soldla bið í röðinni kemur loks að okkur. Mér líst vel á að fá mér þarna máltíð og sáttur gef ég það til kynna... „Viltu ost með?“ auðvitað vill ég ost hvað meinaru ost, grænmeti og sósu(ásamt kjöti og brauði utanum) eins og vera ber… „þá eru það 750 kall [í staðin fyrir 699 eins og þeir auglýsa]“ og þá var mér nóg boðið. Nei, veistu afgreiðsludama (sem langar örugglega að verða vaktstjóri á næsta Burger King stað sem opnar), ég ætla að sleppa ostinum til að mótmæla þessu ranglæti. Á ég kannski að borga fyrir grænmetið líka? Og koma með bónus hamborgara til að skella á grillið hjá þér?

Svívirða. Leon leyst nú ekkert á Minns og bað mig að hætta að öskra og froðufella. Svo fékk ég mér kók og býsnaðist yfir því að fyrst fengi maður sér klaka svo gos og síðan þyfti maður að troðast í gegnum þvöguna aftur til að fá sér lok og rör!

Ég er semsagt búinn að finna mér nýtt baráttumál. Meira um það við tækifæri…