Þegar ég vaknaði í morgun var ákveðin værð yfir öllu ... eins og það væri komið sumar ... sólin skein og ég var ekki þreyttur þegar ég reif mig upp klukkan 10, þrátt fyrir erfiðan fund kvöldið áður. Mér leið eitthvað svo vel. Ég vakti páfagaukinn minn, Brúsk svo söng hann og blístraði af kæti fyrir mig, Sólkóngnum sjálfum hefði það sæmandi skemmtun.
Það er ekki furða mér líði svona vel... Í DAG ER GÓÐUR DAGUR, Í DAG LÍÐUR MÉR VEL.... ÁRSHÁTÍÐIN ER Í KVÖLD.
Þrefalt Húrra.
föstudagur, febrúar 20, 2004
Skrifað af Jon Minn klukkan 10:57
|