miðvikudagur, janúar 28, 2004

Hver var að segja að nýja World Class Laugar stöð væri flott? Ég æfi þarna á hverjum degi og þrátt fyrir mikla jákvæðni á upphafsdögum mínum hefur staðurinn ekki náð að heilla mig á sama hátt og greinilega aðra.

Það fyrsta sem kemur í ljós er að hönnum er eitthvað skrítin, maður þarf að labba langan gang til að komast að hliðinu og fara svo framhjá stuttbuxnafólkinu í fullum kuldaskrúða á leið sinni niður í gryfjuna.

Svo þarf maður að opna einhverja hauslausa hurð, sem betur fer er þriggja metra há, til að komast í klefann og þar blasa við manni nakin karlnaut að þurrka á sér útlimi. Sem betur fer er maður í skónum þarna inni ég myndi ekki leggja í það að þurfa að vera á sokkasokkunum að labba í fótsveppum og bleytu.

Maður fær sér svo skáp og allt í lagi með það, bara svona venjulegt. Á stuttbuxum röltir maður sömu leið til baka og hittir helvítis kuldaskrúðaliðið, í staðin fyrir aðra leið sem væri ógeðslega töff.

Svo kemur maður inní salinn og fær varla tækifæri til að anda áður en sveitta liðið tekur á og blæs af áreynslu fyrir framan mann glænýjan og kaldann.

Salurinn er helvíti stór. Maður skautar milli tækjanna í dyrunum til að komast að hlaupabrettum, skíðatækjun og hjólunum til að byrja leikinn. Eina vandamálið þá er að finna eitthvað skemmtilegt til að horfa á og sjónvörpunum er óhaganlega dreift á gluggavegginn sem snýr að lauginni og langt á milli 10 risatækjanna í staðin fyrir þéttriðið net margmiðlunarþjónustu.

Svo byrjar maður að hita sig og af því að heyrnartækjaframleiðendur hafa tekið höndum saman um að hafa snúrurnar það stuttar að tveggja metra menn geti ekki hlustað á hlaupabrettum nema beygja sig, hef ég afráðið að taka fyrir alla notkun þeirra og líð því hljóðlaust mínar fimm mínútur.

Nú um daginn hitti ég DeCode Íslensk erfðagreining ehf Nasdaq gagnagrunnur á heilbrigðissviði vin minn Kára Stefánsson og hann fór á skíði í þarþarnæstatæki við mig og ég rifjaði upp í huganum skemmtileg kynni mín af manninum milli jóla og nýárs uppí Spöng World Class. Þá var ég í tæki að lyfta heitur og góður þegar hann kemur uppað mér og segir við mig „Færðu þig ég ætla í þetta tæki núna“ Ég fór bara að hlægja og sagði já já og byrjaði á þriðja setti. „Þú hefur um tvennt að velja, annaðhvort geturu farið á næsta tæki og haldið hjartslættinum og tempóinu, eða ég lem þig“ HAHA mér var farið að hlakka til að fara í mál við Kára. Á þessum tímapunkti koma þrír lyftingavinir Kára og reyna að sannfæra hann um að fara fyrst á næsta tæki. „Nei við erum fjórir en hann er bara einn, við getum tekið hann“ Mig var farið að verkja í brosvöðvana. En því miður fóru þeir og ég kláraði mín þrjú sett og fór líka nánast á sama tíma.

Já eftir brettið og Survivor maraþonið tók ég mín tæki af alúð og einbeitingu Samúræjans.

Svo fór ég að glápa á stelpuna með stóru brjóstin sem var ekki í neinu til að styðja við neitt og með ansi skemmtilegar útlínur. Áhorfið varði í svona hálftíma og vá ég held hún hafi bara farið í ræktina til að láta horfa á sig, fór í öll vafasömu tækin, svona á að gera þetta. Takk fyrir mig.

Næst skal teyja ... Allt gamalt fólk deyja... og deyja til hægri og deyja til vinstri.

Á leiðinni út eða niður tröppurnar var asíski gaurinn að skúra tröppurnar eins og daginn þar áður og þar áður. Merkilegt að það eru svona 10 asíubúar að þrífa, af hverju eru engir íslendingar í þessu?

Aaahhh loksins komið að uppáhaldsakaflanum mínum varðandi líkamsdýrkunarstöðvar nefnilega sturtuferlið. Ég vind mér í sturtu og frábærar sturtur algjört masterlook, yndislegt. Ég ákveð að reyndar að fara fyrst í heita pottinn áður en ég þurrka mér, þá tekur við labb í frosti yfir ókláraða lóð í trérennugöngubretti þar sem hættan á flís í fót er mikil, ætli ég hafi ekki labbað hundrað metra í frostinu... blautur. Og allir á hlaupabrettunum horfa á rassinn á manni, húðlitinn, vöðvamassann og líkamlegt atgervi og spá í hvort ég sé flottur eins og mössuðu Calvin Klein módelin eða bara ljótur.

Stekk útí laug þá loks ég kemst þangað, var næstum dottinn í frosinni bleytunni eftir aðra gesti. Bíð í pottinum í tilgangsleysinu, sem betur fer hafði ég góðan félagskap Ljónsins. Þegar ég fer uppúr bíður mín sama leið til baka og maður skiptir fljótt úr þægilegum líkamshita í pottinum í óbærilegan sársauka í kalda loftinu.

Kemst í sturtuklefann aftur óskaddaður með frosið hár. Aftur í sturtu og sápu og þurrka mér og oooooooooooooooojjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjj ekkert þrifið allt gólfið er ógeðslegt ... eins og í Sporthúsinu... Af hverju er verið að skúra helvítis tröppurnar á hverjum degi en sturtuklefinn látinn vera heilu vikurnar???????????????

ÉG ER EKKI SÁTTUR. Sem betur fer var ég svo forsjáll að taka með mér lítið World Class handklæði til að þurrka fótana og milli tánna. Samt ógeðslegt að geta ekki sturtað burtu ógeðið af fótum áður en maður fer á klæðasigísvæðið.

Klæði mig fer í skóna og labba með snyrtitöskuna inná snyrtinguna og andlitskrema mig, læt vax í hárið og Magnuma aðeins.

Fer út sömu leið og ég kom inn, í fullum kuldaskrúða.

Fæ mér Boozt okrið og fer á fund.