Eins og alþjóð veit er ég með ólifnaðarflensu sem er skæð... svo skæð að ég hef ekki getað hugsað heila hugsun síðan ég bara veit ekki hvenær...
Nema hvað ég þurfti auðvitað að skrá mig í Háskóla Íslands á mánudaginn þar sem ég hef ákveðið að verða kaffidrekkandi sagnfræðingur með skegg og axlarbönd... því hverjum er ekki sama
Viti menn ég mæti og það er röð ég bíð og bíð án þess að hafa heilsu til að standa svo ég sest á stól og kveinka mér inní mér og færi mig stól af stól inn eftir röðinni... útí bíl bíður móðir mín blessunin því Minn herra á öngvan bíl...
þegar röðin er að fara að næstum komast að mér hitti ég Hörpu sem er öll í pólítíkinni eins og ég hef áður lýst (einhverntíma í vor vildi hún ég kysi VÖKU) spjalla við hana eins og ég sé alheilbrigður þrátt fyrir afar vafasama hárgreiðslu og útskýri með stolti sjómanns að ég hafi verið á fylleríi síðan ég man ekki hvenær
Það vakti smá kátínu því Harpa hafði líka verið á f***** í Kaliforníu á skíðum og sól...
Þegar ég kem að borðinu þar sem gamla kerlingin er segi ég við hana að ég ætli að skrá mig í skólann ÞVÍ NÚ SÉ RUNNINN UPP TÍMI MENNTA OG ALLT RUGL FORTÍÐARINNAR VERÐI BLÁSIÐ Í BURT ÞVÍ NÝR MAÐUR ER MÆTTUR Á SVÆÐIÐ
En gamla konan segir bara ..... þú áttir að koma á föstudaginn, þá rann út fresturinn!!! HAAAAAA
„Já en gamla kona ég er búinn að vera á fylleríi útí útlöndum að skemmta mér í viku ég vissi ekki ég þyrfti að koma á föstudaginn“Því miður segir konan og ég segi núnú leyfðu mér að tala við yfirmann þinn...... kemur hún deildarstjóri nemendaskráningar og segir mér að fresturinn hafi runnið út á föstudaginn..... WHAT THE FUCK varla eruð þið svona ströng á þessu einn helvítis dagur „common give a stupit man a brake!“
ÞVERT NEI... Háskólaráð er búið að setja afar strangar reglur varðandi þetta og við verðum að hlíta þeim
Fokk
Ég labba út veikur og ekki sáttur segi við Hörpu sem bíður í röðinni að ég sé beittur órétti og hún bara já djöfull
Ég hringi útum allt ... heimspekideild... framkvæmdastjóra kennslusviðs... einhverja Ölmu sem ætlar að hugsa um mig og svo hringir deildarstjórinn í mig eftir að Alma hafði talað við hana og segir mér að ÞVÍ MIÐUR SÉ EKKERT SEM HÚN GETI GERT OG ÉG SKULI BARA SÆTTA MIG VIÐ ÞAÐ AÐ VERA SLÓÐI AÐ SLUGSA ÞETTA MAÐUR FÁI BARA SITT TÆKIFÆRI OG EF MAÐUR MISNOTAR ÞAÐ ÞÁ SKALTU BARA BÍTA Í SÚRT EPLI
Ég fer heim
en ég er ekki sorgmæddur
ég bara hugsa... (þetta eru bara hnetur)
Þá rennur upp fyrir mér ljós (eða voru það verkjatöflurnar) sem segir mér að taka þessu með stóískri ró og átta mig á því að
Maður breytir því sem hægt er og sættir sig við allt annað... það eina sem skiptir máli
EN
það er með þetta eins og allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt allt
allt annað það er alltaf hægt að kjafta sig útúr svona löguðu
Ég hef núna tekið upp þá nýbreytni að kjafta mig í hel í svona málum svo ég geti sagt við sjálfan mig. Jón Minn ég gerði það sem ég vildi og uppskar ([{HVERSKONAR HELVÍTIS KJAFTÆÐI ER ÞESSI TEXTI ORÐINN}])
HAHAHAHHAHA
Viti menn þegar ég sofna gleymi ég að láta símann á silent og það er það besta, því klukkan 9:00 næsta morgun hringir deildarstjórinn í mig og segir við mig að af því að ég sé svo mikill akkur fyrir HÍ þá ætli þeir að veita mér sérlega undanþágu
og skrá mig í skólann...
RÚST
miðvikudagur, janúar 14, 2004
Skrifað af Jon Minn klukkan 18:51
|