þriðjudagur, desember 30, 2003

Swindon vann leik í gær og það er frásögu færandi vegna þess langt er síðan það gerðist síðast... 2-1 voru úrslitin og Swindon komið í 12. sæti sem er ekki jafngott og 1. sætið sem við héldum í þrjár fyrstu umferðirnar í fyrra...

Það er ekki nóg að lifa á fornri frægð... nú er kominn tími á aðgerðir ~AÐGERÐIR~ hjá mínum mönnum, The Robbins. Það er nokk ljóst að ég fer á kreik og leik í vor, til að hvetja þá áfram og jafnvel kaupa hlutabréf í liðinu (ég vona þeir séu á markaði) til að geta setið hluthafafundi næstu árin og haft áhrif á menn og málefni í innra starfinu félagsins.

Svo segja má að bjartir tímar séu framundan hjá liðinu, þar sem ég ætla loks að snúa mér að verkferlum sem eiga að lokum eftir að skila Swindon Town í toppbaráttuna.

Ég spái því hér með að árið 2010 muni Swindon Town vinna ensku deildina!