Loks er nýji fíni harði diskurinn kominn í gang svo ég get tæmt fartölvuna af plássfreku efni. Bara verst að ég er svo gjarn á að skíra allar ljósmyndaskrár, hljóðskrár og aðrar margmiðlunarskrár nöfnum sem innihalda séríslenska stafi eins og æ og é og á og svo framvegis... þetta varð til þess að ég gat ekki fært skrárnar á milli tölvanna á þægilegan hátt. ÉG þurfti að endurskíra allt heila klabbið allt að 4000 ljósmyndaskrár ef ekki fleiri, HANDVIRKT... þetta tók langan tíma, ég vildi ég hefði Indverja í vinnu við svona tölvuvinnslu eins og Bó á bosi.bloggari.com er með... En nú þegar það er frá verða næstu vikurnar ein salíbuna í tölvuvinnu... þó ég hafi kannski verið alveg nógu aktívur hingað til...
|