Annars fór ég í World Class Fellsmúla í dag og hmm ég sem hélt að starfsfólkið í Sporthúsinu væri í stoltara kantinum... Haha þegar ég labba inn eru tvær í boxinu, önnur að tala í símann og hin að klára að afgreiða einhvern og 5 manns bíða... þá hringir síminn og hin stelpan tekur upp tólið og fer að blaðra og við 5 bíðum bara lengur. Drasl, svo þegar röðin kemur að mér er stelpan á hinum endanum og fer bara að afgreiða einhvern kall þá ræski ég mig og kallinn veit að ég er næstur og gefur bendingu þess efnis á stelpuna, haha stelpan heldur að ég sé bara að ryðjast lítur á mig og heldur áfram að afgreiða kallinn, hann frekar skelkaður segir að ég sé næstur. Ég kaupi stakan tíma og spyr hvort andvirðið gangi ekki uppí kort?.. jújú það er þannig 1050 kostar tíminn. Svo labba ég inní karlaklefann og hann er bara ágætur finn mér lausan skáp og fer í stuttbuxur og skóna læsi skápnum með talnalásnum mínum og labba út sömu leið (hefði viljað hafa annan inngang í tækjasalinn, það hefði verið svalt). Ég bara á venjulegum hvítum þunnum bol, ekki sá ríkmannlegasti haha. Finn að ég veit ekkert hvað á að gera svo ég fer bara á hlaupabrettir og skokka létt meðan ég horfi yfir salinn og geri mér grein fyrir aðstæðum. Engin flott gella nema kannski svona fyrir siðasakir þessi með sílíkon brjóstin samt ekki, enda var ég þarna rétt eftir hádegið. Ekki besti tíminn. Svo er Kári Stefánsson þarna hauslaus að venju. Svo nenni ég ekki lengur að vera á brettinu og ákveð að fara bara í öll tækin (helvíti hart að missa svona dampinn á ræktinni með að vera að skipta). Byrja á að hanga í stöng og hífa mig upp með 20 kílóa hjálp frá apparatinu. Tækið er of stutt og ég næ ekki útúr æfingunni það sem þarf. Næsta tæki er svona lala og þar fram eftir götunum eftir að ég klára öll tækin, án þess að taka nokkurn skapaðan hlut á ákveð ég að taka tvíhöfðan rækilega og finn kunnulegt tæki til þess og það gengur bara vel. Næst var það hjólið reyndar svo létt að ég gat alveg eins verið kjur. En þá sé ég að verið er að sýna Notting Hill á bíórásinni töff ég horfi á hana til enda og græt smá en kætist svo yfir endanum og fer í sturtu. Þar er allt slétt og fellt ekki eins og þetta drasl hreinlæti í Sporthúsinu. Klára mína sturtu og þægilegt til þess að vita að vatnið hættir að koma eftir smá stund, svo ekki þarf að skrúfa fyrir bara ýta á takkann ef maður vill meira vatn. Svo þurrkar maður sér og greinilegt að nýbúið er að þrífa. Svo stígur maður á handklæði (kannski var þetta handklæðið hjá Kára? en hann var einmitt að fara í sturtu þegar ég fór úr minni). Þurr á fótum labbar maður að skápnum sínum og þrífur sig á milli tánna og klæðir sig svo... Klósettin eru við innganginn og allt tandurhreint ekki eins og óþrifnaðurinn í Sporthúsinu. Þar læt ég í mig vax keypt á Selfossi en ég hafði aldrei tækifæri til þessa í Sporthúsinu þar sem mig langaði ekki að labba í gegnum óþrifnaðinn til þess að komast að speglunum. Hárið flott og ég sáttur labba fram og finnst endilega að ég þurfi að kaupa eitthvað meira og þar er stelpan sem afgreiddi mig ekki áðan og ég segi við hana „mig langar að kaupa einhvern drykk, hvað á ég að kaupa mér?“ hún hafði bara ekki hugmynd og hringsnýst í kringum hausinn á sér og segir mér að þarna sé úrvalið og bendir á eitthvað og ég segi ok ég ætla að fá þetta hérna Vöðvakick eða hvað sem það hét. Þá segir stelpan já þetta er ágætt meðan hún snýr hausnum frá mér og talar lágt. Býr svo til drukkinn og afhentir mér, ég borga, horfi á rassinn á stelpunni við hliðina á mér, labba í stógeymslustaðinn, klæði mig í og út.
ÉG er ekki ofsaglaður þó þetta hafi verið hreint... ætla að prófa Árbæjarþrek næst.
miðvikudagur, desember 03, 2003
Skrifað af Jon Minn klukkan 15:15
|