Þeir sem vilja ekki lesa um alla Matrix myndina skulu hætta að lesa hér...
Það var semsagt snilldarferð í bíó um daginn á MATRIX. Myndin byrjar á því að Agnar spyr mig hvernig síðasta mynd hafi endað og við hlægjum eins og vitlaus værum og bíógestirnir elska okkur. Já Keanu Reeves er víst sofandi og fastur á lestarstöð inni í hliðarforriti Matrixins og hittir þar forrit sem eru að koma stafrænu forriti undan, en öll eru þau í líkama Indverja. Lestarmaðurinn (the train man) er að drífa sig að ná í þau fyrir frakkann, sem á konuna með stóru brjóstin(sem lék í Kill Bill), Morpheus og leðurklædda þrenningin ásamt ninja kínverjanum reyna að stoppa hann en hann er með skammbyssu og nær að stinga þau af með gömlu brellunni að koma sér hinum megin á lestarpallinn meðan lest rennur framhjá. Svo þau þrjú fara til frakkans í dansiklúbbinn hans, lenda í smá slagsmálaatriði en þau vinna. Labba svo í gegnum alla sem eru að dansa, hitta frakkann og biðja hann að leysa NEO úr prísundinni en hann vill það ekki nema hann fái bæði augun úr forriti(kannski grunnhtmlkóði, eða binaural uppsetning fyrir (þarna gömlu kellinguna)). Þau vilja ekki láta hann fá augun svo þau kýla, berja, slá og farðu svo frá. Leðurklædda þrenningin er kominn með byssu uppað haus frakkans, sem á konuna með stóru brjóstin. Þá eru allir með byssur að öllum og leðurklædda þrenningin segir ok annaðhvort deyjum við öll hérna eða þú lætur THE TRAIN MAN leysa NEO úr lestarstöðinni. Frakkinn vill nú ekki deyja svo hann leyfir þeim að gera það sem þau vilja. NEO og TRINITY kyssast og fara svo og finna bátinn hjá konunni hans Will Smiths og gefa honum start og “we went to far” gaurinn vill fá bátinn til að komast til höfuðborgar vélanna og konan hans Will Smiths leyfir honum það, ekki af því að hún trúir því að NEO sé sá eini heldur vegna þess hún trúir á hann. En hinn skipherrann var ekki sáttur og fór með svaka ræðu sem Bára botnaði á skemmtilegan hátt. Svo tekur JADA SMITH stjórnina í hinum bátnum og hún og MORPHEUS fara í gegnum vélvirkjagöng til borgarinnar hundelt af MANNDRÁPSVÉLUM en víkur nú sögunni að borginni sem er neðanjarðar. Nei fyrst, smyglar kjötútgáfan af SMITH sér inní bátinn sem NEO og TRINITY ætla að fara á til vélaborgarinnar, nei bíddu er ég að rugla hvenær er slagsmálaatriðið í rigningunni já í endann. Nú kom hlé held ég. Eftir hlé hafði hávaxinn maður sest fyrir framan Báru svo hún sá ekki neitt það sem eftir lifði myndarinnar. Og KJÖTÚTGÁFAN nær að lemja TRINITY og NEO og NEO verður blindur en nær samt að drepa KJÖTÚTGÁFUNA (af því að hann er messías). Nú þau eru á fleygiferð um vélvirkjagöngin og þá víkur sögunni að neðanjarðarborginni. Þar er allt með kyrrum kjörum, kona HLEKKSINS er að gera sprengihleðslur og systir hennar kemur og segir hvað ertað gera kondu niður í musterið þar sem við getum beðið varnarlaus eftir vélunum. Þá segir KONA HLEKKSINS ef þetta væri DOSER myndir þú ekki gera nákvæmlega það sama, grátur og svo hlaða þær sprengihleðslur, og Gaui hlær. Allir í THE DOCK eru komnir í vélmennamúnderíngu og tilbúnir fyrir vélarnar. Þegar þær bora sig niður um hvelfinguna og nei fyrst er einhver aumingja strákur að missa allt niður um sig og goðsagnakenndi hershöfðinginn dissar hann en gefur honum samt góð ráð. Og bor vélanna dettur niður á botn. Svo koma MANNDRÁPSVÉLARNAR og þvílík skothríð frá vélmennamúnderingunum að opinu að vá bara. Allt er á suðupunkti þá kom hlátur frá Agga. Nú allt í einu eru allir í vélmennamúnderingunum dauðir og hershöfðinginn drepst og viti menn litli aumingja strákurinn fer í vélmennamúnderinguna og labbar að hliði 3 því þar er bátur á leiðinni inn. Eftir æsilegt flug konu Will Smiths í gegnum þröng vélvirkjagöng komast þau að hliði 3 en allt er lokað fokk. LITLI AUMINGJASTRÁKURINN nær að koma sér í skotfæri en þá kemur MANNDRÁPSVÉL og hendir honum á hliðina eða nei kona HLEKKSINS nær að skjóta eitthvað og svo næst að skjóta keðjuna í sundur og hleypa bátnum inn svo hann getur gefið frá sér RAFEINDAPÚLS og allar vélarnar deyja og allir glaðir nema LEIÐINLEGI GAURINN sem rífst og skammast því hann fær víst ekki lengur að ríða konu Will Smith(í myndinni nota bene) og segir að varnarkerfið sé dautt og þá kemur ský af MANNDRÁPSVÉLUM inn í THE DOCK og allir fara inní musterið en vélarnar komast þangað líka og setja svo upp loftnet því það eru fréttir í höfuðborg vélanna. En þangað komst NEO og TRINITY á bát og NEO stoppar allar sprengjurnar úr varnarkerfinu og svo deyr TRINITY og NEO enn blindur talar við aðal vélina og sannfærir hana um að AGENT SMITH sé orðinn of máttugur fyrir hana. Vélin segir fyrst I CAN TAKE CARE OF MY SELF en gefst svo upp og tengir NEO við matrixinn þar sem SMITH er að leika sér að samlagast gömlu kellingunni THE ORACLE. NEO og SMITH slást í rigningunni og Gaui var ekki sáttur. Svo nær NEO að samlagast SMITH og eyðir honum svo og öll afritin eyðast líka. NEO og vélin verða vinir og vopnahlé næst. Allar MANNDRÁPSVÉLARNAR í neðanjarðarborginni hætta að drepa og bara fljúga. Þarna endar myndin……………..drasl. Svar við mörgum spurningum kemur ekki fram. Fær NEO sjónina aftur? Lifnar TRINITY við? Giftast þau? Enda MORPHEUS og KONAN HANS WILL SMITH saman? Hætta vélarnar að safna orku í gegnum mannslíkamann? Ná þau að eyða eiturskýinu? Hvað endist friðurinn lengi og fara þau ekki að rífast aftur? Það vinnur enginn og engin tapar fáir deyja! ARKITEKTINN og THE ORACLE tala saman og fjölga spurningum sem ekki verður svarað.
sunnudagur, nóvember 09, 2003
Skrifað af Jon Minn klukkan 14:24
|