miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Eins og alltaf var ég með myndavélina mína í töskunni í gær... vegna þess að það er aldrei að vita hvenær eitthvað myndefni leynist í nágrenni mínu...... í gær sá ég merkilegan hlut sem ég ætlaði að gera mikið úr en viti menn... gleymdi ég ekki batteríinu í hleðslu heima.... svo engar myndir gat ég tekið en nú hef ég lært af reynslunni og mun passa þetta.