Þegar ég var að hreinsa lyklaborðið og músina hjá mér í vinnunni fór ég að hugsa um hvort ég væri eitthvað meira sýklahræddur en annað fólk, mér finnst ekki. Ég vill kannski ekki skrúfa tappa af gosflösku aftur á eftir að hafa misst hann á gólfið, en hver vill það svosum. Ég nuddaði skítinn af tökkunum af lyklaborðinu með blautri eldhúsþurrku eftir að hafa látið sótthreinsandi sprey á það og tók tölurnar extra vel því ég nota þær svo mikið í vinnunni svo tók ég Enter takkana sérstaklega fyrir sem og bilslánna. F5 og F12 eru mikið notaðir og þess vegna þreif ég þá með krafti. Ég tók líka eftir að a-ið var orðið frekar skítugt og j-ið og f-ið og komman sem maður lætur á ó, é, á, í og soleiðis mikið notaðir stafir. Mikið verk að þrífa Ctrl, Alt og Delete takkana Microsoft hefur séð til þess. Nú svo sneri ég mér að músinni og tók skroll takkann allan hringinn og báða takkana af alúð. Svo þegar þetta var búið leið mér frábærlega svo ég fór á klósettið og notaði neðaná sólanum af inniskónum til að lyfta setunni(því oj bara ekki nota ég höndurnar til þess) svo eftir notkun sparkaði ég setunni niður aftur með sólanum og sápaði höndurnar extra vel og notaði sólann til að skrúfa fyrir vaskinn enda búinn að þrífa höndurnar. Í staðinn fyrir að nota handklæðið við hliðina á vaskinum opnaði ég skápinn (efst, ekki handfangið) og náði mér í glænýtt handklæði úr bunkanum sem er þar inni. Svo opnaði ég hurðina með handklæðinu henti því inní skápinn, sparkaði skáphurðinni aftur með sólanum og labbaði út. Stoppaði við vatnsvélina og notaði hnúann til að fá mér vatn því ekki notar maður fingurgómana kommon. Þá var ég loks tilbúinn til að setjast við hreina lyklaborðið og músina mína og halda áfram að vinna.
|