Svo hringdi Agnar í mig og dró mig með í sumarbústað á laugardaginn. Ég, Aggi og Mæja leggjum af stað. Við stoppuðum á Selfossi þar sem farið var í frækna búðarferð í Bónus og viti menn þetta var bara stórskemmtileg verslunarferð. Við keyptum fullt af ónauðsynlegum hlutum sem flestir fundu hlutverk sitt þrátt fyrir að flestir hafi efast um það á tímabili.
Nú er komið að þessu Bústaðurinn var einkar glæsilegur enda í eigu öruggasta fyrirtækis landsins sem á aldrei eftir að verða verkefnalaust. Þegar ég mætti var liðið að horfa á myndband sem tekið var upp kvöldið áður og mér fannst ég kominn til helvítis. Aggi reyndi að virkja mig með því að skipa mér að fá mér bjór og með því ég gerði eins og mér var sagt og við Aggi hófum síðan að grilla og ekkert smá grill því ef ég man ekki betur þá voru heljarinnar kjötbitar og tröllaborgarar auk pylsna í stykkjatali sem brenndust þarna á loftefnaknúna grillinu á mettíma. Eftir þessa fræknu grillhátíð okkar Agga eða nei þegar hamborgarabrauðin voru til fór ég með þau inn og reyndi að troða hveitisullinu ofan í sjónvarpssjúka liðið var þá strax farinn að finna fyrir áhrifum okkar ástsæla Bakkusar. En þegar sjónvarpssjúklingarnir loksins komu sér í átgírinn gekk ekki betur en svo að sumir enduðu með tvo neðri barta og aðrir með tvo efriparta á sína hamborgara. Slíkt var algjört kæruleysið í matarboðinu. Þá þarna voru flestir komnir í góðan gír og leit út fyrir brjálaðan sólarhring(reyndin varð rúmlega það) Heyrðu, ef Gummi snillingur hafi ekki þarna bara sett sig í samband við sjálfan Tequila í 8 lítra glerflösku og byrjað að hella í liðið. Því miður voru engar sítrónur og eftir nokkra góða umganga af unaðnum datt Leó bara í hug að nota helvítis banana sem Mæja hafði, af forsjálni keypt á Selfossi í mergjarðri verslunar ferð þar sem alltof mikið var keypt sem á endanum komst í góðar þarfir þó allir hafi efast um það á tímabili. Já Banana notuðu þeir til að bíta í eftir Tequila og sömdu lag í eftirvímunni. Aggi kom þarna með besta viðlag í heimi Tequila Banana endurtekið með taktföstum snilldarsöng. Ekki skemmdi fyrir að Leó (sem á BT leikjadeildina) handlék gítarinn og frumsöng/samdi byrjunina á lagið, ég vil biðja Gumma að skrifa niður textann enda var þetta allt tekið upp á vélina hans. Það sem eftir fylgdi var allt vel upptekið í umræddri upptöku vél. Stelpurnar tóku til nema Mæja hún var bara í því að hlægja. Ef potturinn hafi ekki verið næsta skref og nei já eftir matinn vildi Guðmundur Óli fá áskorun til að hoppa í fötum eins og klæddur var þá og þegar ofan í pottinn, nokkrir hétu á hann hundraðkalli ef hann myndi láta sig hafa þetta lífshættulega athæfi. Tók þá leigutakinn á rás og ofan í(að vísu nýupphitaðan pottinn, Leó hafði víst fyrr um daginn látið sig gossa ofan í pottinn af sama krafti nema þá var hann ískaldur) vá vá þarna varð allt vitlaust og allir rifu sig úr fötunum og ofan í helvítið. Orðaskipti, svallið og svínaríið sem fór fram í pottinum var þvílíkt að hlutaðeigandi urðu ásáttir um að það sem gerðist í pottinum færi ekki lengra (what goes on in the hot tub, stays in the hot tub var margendurtekið og fékk fólk til að gera allan andskotan í vissu um þagmælsku hinna gestanna.) Agnar setti met í viðveru og sat að ég held í allavega 10 tíma í pottinum svo hann er maðurinn sem veit allt. Partýið hélt áfram inni í Kletti eftir pott og Ragna dansaði sem tryllt væri ásamt Elínu og enginn smá dans sem allur var blessunarlega tekinn upp á videó. ég Jón tók uppá því að grilla ofan í mannskapinn pylsur (ég var orðinn svangur og þetta var prýðisgóð lausn) svo fór ég í hlutverk Lurch (Adams family) og færði pottverjum og innipúkum pylsur í brauði með bbq og tómatss. Að vísu voru einhverjir dauðir og fengu salernishreinsi jafnt yfir allan líkamann í staðinn, og önguðu vel fram eftir nóttu. Svo vel að loka þurfti millihurðum. Í miðju ruglinu voru þau dauðu föðmuð og hjakkað á þeirra líkömum vel og innilega af hinum lifandi. Svo var dansað og sungið og sog fór ég að sofa en Guðmundur leigutaki söng Ég ætla að ríða þér í nótt, með Fræbblunum svo undirtók í bústað og ekki verður annað sagt en dómaradjöfullinn hafi bætt fyrir afskiptalausa dómgæslu í árlegri viðureign sumarstarfsmanna kirkjugarðanna í sumar. Svo datt allt í “dúnalogn” því allir voru búnir, lúnir og rúnir nema Aggi því hann er svoddan baggi og fór að hrjóta eins og vitlaus væri, ég var nú ekki svo fullur að ég tæki ekki eftir þessum hávaða og einhver mundaði vélina og tók upp þessi óhugnahljóð í manninum en eftir að stuggað hafði verið við honum þagði hann og svaf eins og ho-ho. En djöfull snemma um morguninn fór María að blaðra í símann og ekkert venjulegt símtal heldur hávært og blákaltáfram. Eftir 45 mínútur af blaðri þar sem allir voru vaktir ósofnir sumir ekki farnir að sofa heldur voru bara í óminnisvöku, varð ég brjálaður og fór að öskra á símatalandann að hætta þessu helvítis rausi. Rausið hætti snarlega og hraðar augnhreyfingar hófust. En eftir þennan óskýra texta skal ég einfalda mál mitt. Daginn eftir var leigutakinn farinn í bæinn að skutla gítarsnillingnum í vinnuna. Eftir að hreinsiteymið Ragna og Elín voru farnar fóru ég og Aggi á stjá og þar sem hálftími var í formúluna ákváðum við að fara í messu í Skálholti sem er steinsnar frá til að bæta fyrir syndir helgarinnar. Þegar þangað var komið vorum við í hóp með biskupum bæði vígslu og fyrrverandi. Himnesk messa sem lét mann líða eins og í égveitekkihverju. Í altarisgöngunni vildi presturinn fylla munn minn svo af messuvíni að ég hafði varla undan við að halla hausnum svo ekki frussaðist útum kyssilegar varir mínar. Svo var sungið eins og uppvakningar og við kvöddum sáttir og guðfullir. Þegar við mættum í bústaðinn var allt hreint og yndislegt eftir stelpurnar svo við Aggi ákváðum að rústa þessu aðeins og fórum að grilla beikon á gasgrillinu í álpappír. Það tókst svona helvíti vel að við bættum pyslum á en því miður gleymdum við okkur yfir formúlunni og allt skaðbrann og varð óætt sama hvað við reyndum mikið að japla á þessu og bæta bbq og tómatsósu meira að segja kartöflusalatið náði ekki að covera kolabragðið. Eftir frækinn sigur Schumacher í formúlunni tókum við til við að tvista. 18 egg sem keypt voru á Selfossi lágu þarna ónotuð og okkur langaði að gera eitthvað við þau svo við ákváðum að sjóða þau en stelpurnar voru farnar svo við gátum ekki farið að taka til pott og kveikja undir einhverri hellu svo við létum þau bara í heita pottinn og biðum svo í nokkra tíma. Þegar Gummi kom aftur úr bæjarferðinni( með frænku sína Steinunni til að kynna fyrir bústaðamenningu siðaðs fólks) varð hann ánægður með frumkvæði okkar og hækkaði í heita pottinum svo eggin yrðu einhverntíma tilbúinn. En blessuð eggin urðu ekki harðsoðin eins og við vildum, ekki einu sinni linsoðin svo við lækkuðum í pottinum og skelltum okkur ofan í og pössuðum okkur á að stíga ekki á eggin sem vildu ekki yfirgefa botninn. Svo var tekið til. Við ákváðum eftir pottinn að skella okkur á Gullfoss og Geysi og þar var margt að sjá, stjarfir útlendingar voru í hugsanavímu yfir Strokk og við grínuðumst eitthvað með þeim. Bílastæðið við Gullfoss er ekki með neinar ruslafötur og ég var ekki sáttur. Engir útlendingar voru við Gullfoss bara við heimamennirnir Jón, Agnar, Gummi, Steinunn og María að taka myndir eins og útlendingar. Á leiðinni í bæinn stoppuðum við til að María gæti ælt og ég og Aggi ákváðum að setjast þarna við hlið hennar og fá okkur að éta restina af draslinu sem við keyptum á Selfossi þarna á malbikinu, héldum létta lautarferð. Það reyndist vera hin besta skemmtun nema þegar bílarnir fuku framhjá á undraverðum hraða. Svo þegar í siðmenninguna í bænum var komið tók maður eftir því að helgin var víst búin og kæmi ekki aftur, og ég sem ætlaði að gera svo mikið um helgina. Takk fyrir mig samferðafólk – Johnny.
mánudagur, september 15, 2003
Skrifað af Jon Minn klukkan 20:37
|