Eins og áhorfendur lífs míns vita þá datt dekk undan Mözdunni í sumar þegar ég spændi Vestfirðina. Við það tækifæri samdi ég hráka
Sá dekkið skoppa
Mér við hlið
Mölin sá um að stoppa
Ég heyrði bara nið
Steig útúr bílnum
Dekkið skrapp í móann
sá eftir bremsudílnum
Settist hjá mér lóann
En núna í dag gerðust þau undur og stórmerki að Andri minn ektavinur lenti í því sama. Var að keyra Nýbýlaveginn þegar dekkið fór annað en hin og málmurinn, bíllinn hafði að vísu verið "ansi sleðalegur og skrýtinn í stýrinu". En örvæntið ekki, því hann líkt og ég, slasaðist ekki og mun halda ótrauður áfram í sínu amstri. Ætli hann semji stöku við tilefnið?
fimmtudagur, september 18, 2003
Skrifað af Jon Minn klukkan 17:19
|