Brúskur, páfagaukurinn minn er snillingur. Áðan tókst honum að skíta í klósettið. Hann kúkar vanalega bara þar sem hann er hverju sinni þegar þörfin kemur og maður hleypur til að hreinsar það upp eftir hann. En áðan sat hann uppá skáp inná baði sem er einmitt beint fyrir ofan klósettið, sneri sér við og skeit framan að brúninni. Sem betur fer var klósettið opið svo það eina sem ég þurfti að gera var að sturta niður. Brúskur sat þarna uppi og horfði með aðdáun á verkið sitt. Svo flaug hann sigurflug um íbúðina.
|