Um daginn dreymdi mig draum ég var á fínu veitingahúsi að borða og sessunautur minn var krabbi, hann var helvíti hress en hann kunni ekki að lesa svo hann pantaði krabba að éta. Vildi ekkert vera að kvarta því hann hafði valið þetta sjálfur. Hann át krabbann hálfan en baðst síðan undan því að klára matinn, svekktur yfir ósvífninni að skilja eftir leifar þegar sumir hafa ekkert til að éta.
|