Á föstudaginn var ég kominn í málefnaþröng svo Valdi stakk uppá að við spyrðum flokkana með hvaða liði forustumaðurinn héldi með í enska. Til að geta ákveðið okkur, en það reddaði ekki atkvæðinu þá hvort Bítlarnir eða Rolling Stones. Fyrst hringdi ég í Framsóknarflokkinn því þeir höfðu verið að hringja í mig um daginn og ég hafði númerið þeirra. Einhver gaur svaraði og sagði hlægjandi að Halldór héldi með United í enska, þegar hann var inntur eftir hvort Bítlarnir eða Rolling Stone væri betri sagði hann Halldór heldur uppá Stónara. Ekki gat valdi sætt sig við þetta enda Arsenal maður og Bítlaáhugamaðurmeðmeiru. Næst hringdi ég í Samfylkinguna, þar svaraði einhver kelling í úthringiveri hún hljóp útum allt að komast að því með hvaða liði Ingibjörg héldi með í enska en ekki komst botn í málið þau héldu kannski að það væri rautt lið í London eða þar einhverstaðar. En svo sagði hún að kellingin héldi kannski með liði í annarri deildinni en þar er Swindon einmitt og það er líka rautt lið svo aldrei að vita, ég þarf að láta komast að þessu( Reyndar sá ég hana niðrí bæ seinna um kvöldið en þorði ekki að spyrja hana). Svo hringdi ég í Frjalslynda þar svaraði hressilegur gaur sem sagði að hann hefði gefið öllum frambjóðendum frí fyrir stóra daginn á morgun. Guðjón horfir ekki á fótbolta, hann er svo mikið á sjó og Bítlarnir eru bestir. Vinstri Grænir svöruðu ekki og Ég talaði við Birgir Ármannsson á Hverfisbarnum seinna um kvöldið hann sagðist ekki vita til þess að Davíð horfði neitt á fótbolta en Bítlarnir væru málið. Þannig fór um sjóferð þá.
|