Ok, þá erum við sammála um það. Það eina sem vantar núna er þessi höfðingi. Ég er víst sjálfkjörinn í embættið þar sem ég er svo snnarlega sanngjarn við allt og alla og er á móti klíkuskap. Myndi til dæmis ekki láta stuðningsmenn mína til verksins fá nein embætti á vegum hins opinbera. Að auki myndi ég leyfa illt umtal um mig. Ef múgur myndi granda mér á göngu um Tjörnina, þá átti ég það án efa skilið. Án efa ætti ég enga stuðningsmenn ef ég myndi ekki leyfa þeim að fá þessi embætti. Það er fyrsta merki um spillingu ef þú villt gera betur við þann sem þú þekkir en næsta mann fyrir fé sem þú átt ekki. Lifi þessi tilgreinda blóðlausa bylting, sem fer fram þegar ég hef safnað að mér nægilegum fjölda gáfuðaðra stuðningsmanna sem átta sig á því að þeir græða meira á frelsi markaðar en vináttu við stjórnarherra.
Ríkið það er ég!
mánudagur, apríl 21, 2003
Skrifað af Jon Minn klukkan 15:11
|