föstudagur, apríl 11, 2003

Ofsalega er gaman að sjá Íraka verða sér úti um sæmileg sófasett, borðstofuborð og annan lúxus, bara verst hvað það er allt í rúst hjá þeim. Ég fór að hugsa hverju myndi maður nappa ef allt yfirvald á Íslandi myndi falla og margar byggingar sprengdar. Jú maður myndi fara inní Alþingi, Stjórnarráðið, Bessastaði, öll sendiráðin og ráðuneytin auk þess sem maður myndi fara inní fyrirtæki og hirða tölvur og bíómyndir á vídeóleigum auk þess sem maður myndi næla sér í þessi blessuðu handrit okkar. Ná sér í klósett og vask, málningu og gullforðann hjá Seðlabankanum. Húsugögn í IKEA og húsgagnahöllinni, á Íslandi eru flest verðmætin í fyrirtækjum. Fara í Ríkið og næla sér í partýforða þessa klikkuðu daga. Fá sér nokkra bíla úr höfninni og keyra þá útúr bænum, kannski rústa eigendaskrám svo ekki væri hægt að væna mig um þjófnað eftir á. En myndi maður ræna fullt af drasli útum allt? Maður myndi kannski ná sér í dót sem manni vantar sárlega eins og nammi og lakkrís. Ég veit samt ekki með mig, en ég myndi örugglega koma mér fyrir uppá einhverju þaki með riffilinn minn og skjóta þá sem stela frá öðrum. Ég hef það samt á tillfinningunni að víkingasveitin(hún væri kannski dauð?) eða einhverjir vopnaðir verðir myndi auðveldlega ná stjórn á Höfuðborgarsvæðinu, bara vakta bensínstöðvar og eftir 3-4 daga er allur kraftur farinn úr bílaþjóðinni. Við erum lífhrædd þó við séum frökk.